Efnahagsmál - 

05. maí 2009

Háir vextir eru að sliga atvinnulífið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Háir vextir eru að sliga atvinnulífið

Það sem helst leiðir til þess að fyrirtæki í vandræðum fá ekki þá aðstoð frá bönkunum sem þau þurfa á að halda eru slæm lánakjör og þar ræður vaxtastigið mestu. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir nauðsynlegt að stýrivextir verði lækkaðir sem allra fyrst. Þeir eru nú 15,5 prósent og taka lánakjör banka mið af þeim. "Hjá fyrirtækjunum er staðan að versna dag frá degi öðru fremur vegna vaxtanna," segir Vilhjálmur.

Það sem helst leiðir til þess að fyrirtæki í vandræðum fá ekki þá aðstoð frá bönkunum sem þau þurfa á að halda eru slæm lánakjör og þar ræður vaxtastigið mestu. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir nauðsynlegt að stýrivextir verði lækkaðir sem allra fyrst. Þeir eru nú 15,5 prósent og taka lánakjör banka mið af þeim. "Hjá fyrirtækjunum er staðan að versna dag frá degi öðru fremur vegna vaxtanna," segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur segir ennfremur að þau fyrirtæki sem hafi getu til þess að ráðast í fjárfestingar haldi að sér höndum vegna þeirra lánakjara sem eru í boði. "Fyrirtækin sem eru að glíma við erfiðleika, sem eru fjölmörg, þurfa að búa við mögnun á vandamálum sínum vegna vaxtastigsins. Þetta ástand getur ekki varað lengur, nema þá með hreint út sagt hörmulegum afleiðingum. Það er alveg sama hvaða rekstrarþætti menn skoða. Það er ekkert sem menn fá til þess að bera sig með þá vexti sem hér eru nú, og hafa verið um alltof langt skeið."

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að af samtölum blaðsins við bankamenn megi ráða að bankastarfsmenn geri allt sem þeir geti til að koma til móts við fyrirtæki - hins vegar séu lánakjör með þeim hætti að fá fyrirtæki geti borgað með góðu móti af þeim lánum sem nú bjóðast.

Sjá nánar á mbl.is

Samtök atvinnulífsins