Efnahagsmál - 

12. september 2008

Háir stýrivextir forsenda verðbólgunnar?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Háir stýrivextir forsenda verðbólgunnar?

Það er kominn tími til að menn velti því fyrir sér hvort vaxtastefna Seðlabankans og háir stýrivextir séu ekki orðnir forsenda verðbólgunnar í stað þess að vinna gegn henni, segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins. Rætt var við Þór á Morgunvaktinni á Rás 1. Hann segir vexti Seðlabankans virka sem sleggju á íslenskt atvinnulíf og á meðan fyrirtæki komist ekki í erlenda sjóði séu þau nauðbeygð að fjármagna sig á þessum háu vöxtum. Seðlabankinn horfi hins vegar ekkert til þessa en segi vexti lækka þegar verðbólgan lækki. SA hafi áhyggjur af því að þessir háu stýrivextir séu ein af forsendunum fyrir stöðu verðbólgunnar.

Það er kominn tími til að menn velti því fyrir sér hvort vaxtastefna Seðlabankans og háir stýrivextir séu ekki orðnir forsenda verðbólgunnar í stað þess að vinna gegn henni, segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins. Rætt var við Þór á Morgunvaktinni á Rás 1. Hann segir vexti Seðlabankans virka sem sleggju á íslenskt atvinnulíf og á meðan fyrirtæki komist ekki í erlenda sjóði séu þau nauðbeygð að fjármagna sig á þessum háu vöxtum. Seðlabankinn horfi hins vegar ekkert til þessa en segi vexti lækka þegar verðbólgan lækki. SA hafi áhyggjur af því að þessir háu stýrivextir séu ein af forsendunum fyrir stöðu verðbólgunnar.

Þór segir sérkennilegt að á meðan stýrivöxtum er haldið svona háum leiti stjórnvöld - eðli málsins samkvæmt - að fjármunum erlendis til að opna aftur leiðir fyrir íslensk fyrirtæki til að fjármagna sig erlendis á lægri vöxtum. Það væri kannski ráð hjá stjórnvöldum að lækka stýrivextina og hleypa þar með fyrirtækjum að fjármagni hér heima á eðlilegri kjörum.

Hlusta má á viðtalið með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Rætt við Þór Sigfússon á Morgunvaktinni á Rás 1

Samtök atvinnulífsins