Efnahagsmál - 

14. Mars 2008

Hagvöxt um land allt (1)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hagvöxt um land allt (1)

Samtök atvinnulífsins hafa markað nýja stefnu í byggða- og atvinnumálum undir yfirskriftinni Hagvöxt um land allt - styrka innviði. SA telja nauðsynlegt að stjórnvöld geri sem fyrst og hrindi í framkvæmd áætlun um uppbyggingu innviða um land allt. Horfa verði í heild á uppbyggingu samgöngukerfisins, fjarskipta, mennta- og menningarstofnana, raforkukerfisins og opinberrar þjónustu. Stutt verði kerfisbundið við byggðakjarna í einstökum landshlutum og þeir efldir. Áhersla er lögð á að atvinnulífinu verði sköpuð sem best skilyrði um land allt þannig að frumkvæði og kraftur fyrirtækja og einstaklinga fái notið sín. Þannig geti atvinnulífið best staðið undir auknum kröfum um hagvöxt og velferð fólks um land allt.

Samtök atvinnulífsins hafa markað nýja stefnu í byggða- og atvinnumálum undir yfirskriftinni Hagvöxt um land allt - styrka innviði. SA telja nauðsynlegt að stjórnvöld geri sem fyrst og hrindi í framkvæmd áætlun um uppbyggingu innviða um land allt. Horfa verði í heild á uppbyggingu samgöngukerfisins, fjarskipta, mennta- og menningarstofnana, raforkukerfisins og opinberrar þjónustu. Stutt verði kerfisbundið við byggðakjarna í einstökum landshlutum og þeir efldir. Áhersla er lögð á að atvinnulífinu verði sköpuð sem best skilyrði um land allt þannig að frumkvæði og kraftur fyrirtækja og einstaklinga fái notið sín. Þannig geti atvinnulífið best staðið undir auknum kröfum um hagvöxt og velferð fólks um land allt.

Stefnumörkunin er birt í Áherslum atvinnulífsins en í henni segir m.a. að forsendur til uppbyggingar öflugra fyrirtækja megi finna víða um land. Nauðsynlegt sé að stjórnvöld greiði sem frekast er unnt fyrir þeim sem hyggjast fjárfesta í nýjum fyrirtækjum. Í áherslunum segir að sjávarútvegur hafi verið burðarás í atvinnulífi um land allt og muni víða verða það um langa hríð enn. Hann megni hins vegar ekki einn að standa undir nægu framboði arðbærra starfa.

Þá er í áherslunum fjallað um framtíð Reykjavíkurflugvallar, áhrif óhóflegrar skattheimtu á flutningskostnað, mikilvægi háhraðafjarskipta og öflugrar grunnmenntunar fyrir landsbyggðina. Mikilvægi menningarstarfsemi og atvinnustarfsemi sem henni tengist er undirstrikað. Þá hvetja Samtök atvinnulífsins ríki og sveitarfélög til að nýta markaðsöflin betur við að veita þá þjónustu sem þau bjóða.

Samtök atvinnulífsins ítreka þá skoðun sína að peningamálastefnu Seðlabankans verði breytt. Um langa hríð hafi fyrirtæki um land allt búið við allt of háa vexti og mjög hátt og sveiflukennt gengi íslensku krónunnar. Þrátt fyrir háa vexti hafi verðbólga verið meiri hér en í samkeppnislöndunum. Þessar aðstæður komi sérstaklega illa við framleiðslu- og þjónustufyrirtæki, dragi úr þeim þrótt og skapi erfiðleika víða um land.

Sjá nánar:

Áherslur atvinnulífsins - Hagvöxt um land allt (PDF)

Samtök atvinnulífsins