Hagvöxt um land allt

Samtök atvinnulífsins efna til ráðstefnu á Hótel Borgarnesi, fimmtudaginn 13. mars, kl. 12 - 17 um arðbært atvinnulíf. Á ráðstefnunni verða kynntar nýjar áherslur SA undir yfirskriftinni: Hagvöxt um land allt og fjallað um eftirfarandi mál: Hver er stefna SA í byggðarmálum? Getur sjávarútvegur verið undirstaða byggðanna? Hvernig gengur verslun og þjónustu að fóta sig úti á landi? Hvernig hefur Alcoa tekist að fá þá þjónustu sem fyrirtækið þarf? Hvaða árangri skilar samstarf fyrirtækja og stofnana á Höfn? Hvernig gengur að byggja upp starfsmenntun og auka færni starfsmanna um allt land? Hvernig verður aflþynnuverksmiðja á Akureyri til? Hver er framtíð innanlandsflugsins? Hvernig munu atvinnuhættir og mannfjöldi þróast utan höfuðborgarinnar? Hvaða áhrif hafa menningartengd fyrirtæki á sitt nánasta umhverfi? 

Flutt verða fjölmörg erindi auk umræðna. Frummælendur eru: Árni Gunnarsson, Flugfélagi Íslands; Erna Indriðadóttir, Alcoa-Fjarðaáli; Kjartan Ólafsson, Háskólanum á Akureyri; Guðmundur Heiðar Gunnarsson, Matís Höfn; Sveinn Hjörtur Hjartarson, LÍÚ; Magnús Ásgeirsson, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar; Gylfi Arnbjörnsson, ASÍ; Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Landnámssetrinu og Jóhannes Jónsson, Bónus.

Ráðstefnustjóri er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Skráning og hádegisverður frá kl. 12 - 13. 

Smellið hér til að skrá þátttöku

Dagskrá ráðstefnunnar (PDF)