Samkeppnishæfni - 

19. febrúar 2002

Hagstjórnarþáttur samgönguframkvæmda

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hagstjórnarþáttur samgönguframkvæmda

Í umsögn um frumvarp til laga um samgönguáætlun fagna Samtök atvinnulífsins því að taka skuli í einu á öllum framkvæmdum og rekstri ríkisins sem varða samgöngur. Þannig gefist betra færi en nú á að meta hvort fé sé best varið til vegagerðar, hafna eða flugmála.

Í umsögn um frumvarp til laga um samgönguáætlun fagna Samtök atvinnulífsins því að taka skuli í einu á öllum framkvæmdum og rekstri ríkisins sem varða samgöngur.  Þannig gefist betra færi en nú á að meta hvort fé sé best varið til vegagerðar, hafna eða flugmála.

Í umsögninni leggja SA hins vegar til að skýrar verði kveðið á um að röð framkvæmda ráðist af þörf á landinu öllu, og að samgönguáætlun taki mið af því að samgöngubreytingar eru hluti af efnahagsstefnu stjórnvalda. Að mati SA er eðlilegt að dregið sé úr framkvæmdum þegar umsvif eru mikil í hagkerfinu og að þær séu auknar þegar slaki er mikill. Samgöngu-framkvæmdir hljóta til dæmis að dragast saman þegar miklar virkjanir eru í gangi, að mati SA. Samtökin telja rétt að vikið sé að hagstjórnarþætti samgönguframkvæmda í lögunum og hugsanlegri frestun eða flýtingu framkvæmda milli tímabila. Loks leggja SA til að sett verði skýr ákvæði um samráð við hagsmunaaðila áður en endanlega sé gengið frá samgönguáætlun, enda dragi slíkt samráð úr hættu á mistökum. Sjá umsögn SA (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins