Efnahagsmál - 

22. júní 2005

Hagstjórn þarf gegn þenslu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hagstjórn þarf gegn þenslu

Undanfarna mánuði hafa nánast allir sem tjá sig um efnahagsmál hvatt til þess að fjármálum hins opinbera verði beitt með virkari hætti gegn þeirri þenslu og jafnvægisleysi sem einkennir íslenskan þjóðarbúskap um þessar mundir. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hvatti í þessum mánuði til meira aðhalds en felst í fjárlögum fyrir þetta ár og OECD hvatti fyrr á árinu til þess sama, m.a. til þess að koma í veg fyrir óhóflegar vaxtahækkanir. Tilmæli alþjóðlegra matsfyrirtækja, Seðlabankans, greiningardeilda bankanna, hagfræðinga í háskólunum, samtaka atvinnurekenda o.fl. eru öll á sömu lund, að auka aðhaldið, til þess að draga úr ofhitnun hagkerfisins. Með því yrði dregið úr hættu á efnahagslegum skelli þegar mestu framkvæmdirnar í tengslum við virkjanir og stjóriðju eru að baki.

Undanfarna mánuði hafa nánast allir sem tjá sig um efnahagsmál hvatt til þess að fjármálum hins opinbera verði beitt með virkari hætti gegn þeirri þenslu og jafnvægisleysi sem einkennir íslenskan þjóðarbúskap um þessar mundir. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hvatti í þessum mánuði til meira aðhalds en felst í fjárlögum fyrir þetta ár og OECD hvatti fyrr á árinu til þess sama, m.a. til þess að koma í veg fyrir óhóflegar vaxtahækkanir. Tilmæli alþjóðlegra matsfyrirtækja, Seðlabankans, greiningardeilda bankanna, hagfræðinga í háskólunum, samtaka atvinnurekenda o.fl. eru öll á sömu lund, að auka aðhaldið, til þess að draga úr ofhitnun hagkerfisins. Með því yrði dregið úr hættu á efnahagslegum skelli þegar mestu framkvæmdirnar í tengslum við virkjanir og stjóriðju eru að baki.

Sveitarfélög axla enga hagstjórnarábyrgð
Á undanförnum árum hafa stór verkefni verið færð frá ríki til sveitarfélaga. Það er slæmt frá sjónarhorni hagstjórnar því sveitarfélögin axla enga hagstjórnarábyrgð. Hún hvílir öll á ríkisvaldinu. Minnkandi vægi ríkisins í opinberum fjármálum hefur þannig leitt til þess að svigrúm stjórnvalda til efnahagsstjórnar hefur minnkað. Ríkisstjórnin hefur langtímastefnu í fjármálum ríkisins sem hefur m.a. það að markmiði að jafna hagsveiflur en sveitarfélögin hafa ekki slíka stefnu. Niðurstaðan er sú að fjármál sveitarfélaga vinna gegn þeirri stefnu sem ríkið fylgir í efnhagsstjórninni með þeim afleiðingum að heildarstefna hins opinbera verður ekki sveiflujafnandi með þeim hætti sem ríkisstjórnin áformar. Þetta sést glöggt af tölum um samneyslu hins opinbera sem skipt er upp á milli samneyslu ríkisins og samneyslu sveitarfélaga.

Áætlun fjármálaráðuneytis um vöxt samneyslu 2004-2006

Áætlun

2004

Spá

2005

Spá

2006

Samneysla

   þ.a. ríkissjóður

   þ.a. sveitarfélög

3,6%

1,2%

7,0%

2,6%

1,2%

4,5%

2,7%

1,2%

4,5%



                                        Heimild: þjóðarbúskaðurinn í apríl 2005

Áætlanir og spár fjármálaráðuneytisins um vöxt samneyslu eru ávallt varkárar og þegar upp er staðið reynist vöxturinn oftast meiri en áformað var. Í ljósi reynslunnar kæmi það því fáum á óvart ef vöxtur samneyslu á þessu ári og því næsta yrði svipaður og síðustu ár, þ.e. í kringum 3,5%. Nýlega voru birtar niðurstöður fyrir landsframleiðslu á 1. ársfjórðungi þessa árs þar sem fram kom að samneyslan hefði aukist um 3,9% á fyrsta ársfjórðungi, þannig að ekki hafði dregið úr vexti samneyslunnar á þeim tíma. Þá eru sveitarstjórnarkosningar framundan sem vekur ugg um að sveitarfélögin muni enn auka útgjöldin.

Opinberar fjárfestingar stuðla að auknum sveiflum
Breytingar í fjárfestingum hins opinbera eru virkasta tækið til þess að stilla aðhaldsstig ríkisfjármála, a.m.k. þegar til skamms tíma er litið. Ætla mætti fyrirfram að þannig væri þeim beitt um þessar mundir til þess að hamla gegn þensluáhrifum þeirra fjárfestinga, sem réttilega hafa verið nefndar mestu framkvæmdir Íslandssögunnar. Þá mætti einnig ætla að þeim hefði verið beitt til þess að draga úr þenslunni í lok síðasta áratugar og milda samdráttinn sem sigldi í kjölfarið. Þegar litið er á tölur um fjárfestingu hins opinbera kemur annað í ljós. Fjárfestingar hins opinbera jukust umtalsvert í þenslunni 1998-2000 en síðan dró úr þeim þegar kom að samdráttarskeiðinu. Stefnan í fjárfestingum hins opinbera stuðlaði þannig í reynd að auknum sveiflum í efnahagslífinu á árabilinu 1998-2002. Þessi saga sýnist vera að endurtaka sig á yfirstandandi þensluskeiði, með nokkuð öðrum blæ þó. Fjárfestingar hins opinbera jukust mikið á síðasta ári en frá sjónarhóli hagstjórnar hefði verið heppilegra að draga úr þeim. Það ár voru fjárfestingar hins opinbera tæplega 50% meiri en árið 1997. Á þessu ári dregur að vísu úr fjárfestingum frá fyrra ári en þrátt fyrir það er fjárfestingarstigið mjög hátt og áformað er að svo verði einnig næsta ár. Áætlað er að fjárfestingar hins opinbera verði 25% hærri á næsta ári að raungildi en árið 1997. Mikilvægt er að þessi fjárfestingaráform verði endurskoðuð til lækkunar þannig að opinberu fjármálin leggi þyngra lóð á vogarskálarnar til að sporna gegn þenslu og stuðli þannig að því að vextir geti orðið lægri en ella. Það ætti alls ekki að vera óraunhæft að setja markið á það fjárfestingarstig sem var árið 1997.

Smellið á myndina

Samtök atvinnulífsins