Vinnumarkaður - 

03. Júlí 2003

Hagræði af tilfærslu fimmtudagsfrídaga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hagræði af tilfærslu fimmtudagsfrídaga

Talsverð umræða skapaðist síðasta vor um svokallaða "fimmtudagsfrídaga", og hvort ekki væri hægt að hagræða þessu fyrirkomulagi. Helst hefur verið rætt um sumardaginn fyrsta og uppstigningardag í þessu sambandi, enda þekkjast frídagar af þessu tilefni vart meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Í ljósi vaxandi alþjóðavæðingar atvinnulífsins blasir við að sérviska á borð við frídaga á þessum dögum er hindrun í vegi viðskipta sem dregur úr lífskjörum þjóðarinnar allrar. Í nýlegri könnun Samtaka atvinnulífsins voru fyrirtæki spurð hvort þau teldu að tilfærsla einhverra fimmtudagsfrídaga vorsins yfir á heppilegri tíma myndi stuðla að auknu hagræði í rekstri fyrirtækisins.

Talsverð umræða skapaðist síðasta vor um svokallaða "fimmtudagsfrídaga", og hvort ekki væri hægt að hagræða þessu fyrirkomulagi. Helst hefur verið rætt um sumardaginn fyrsta og uppstigningardag í þessu sambandi, enda þekkjast frídagar af þessu tilefni vart meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Í ljósi vaxandi alþjóðavæðingar atvinnulífsins blasir við að sérviska á borð við frídaga á þessum dögum er hindrun í vegi viðskipta sem dregur úr lífskjörum þjóðarinnar allrar. Í nýlegri könnun Samtaka atvinnulífsins voru fyrirtæki spurð hvort þau teldu að tilfærsla einhverra fimmtudagsfrídaga vorsins yfir á heppilegri tíma myndi stuðla að auknu hagræði í rekstri fyrirtækisins.

82% telja hagræði af tilfærslu fimmtudagsfrídaga
71% svöruðu spurningunni játandi, 16% neitandi en 13% tóku ekki afstöðu. Ef einungis eru taldir þeir sem tóku afstöðu voru því 82% fyrirtækja þeirrar skoðunar að tilfærsla fimmtudagsfrídaga myndi stuðla að hagræði í rekstri, en 18% töldu svo ekki vera. Það er því ljóst að meðal atvinnurekenda er mikill meirihluti fylgjandi hagræðingu á þessu sviði.

Um könnunina
Könnunin var gerð í júní 2003. Spurningar voru sendar til 1.039 aðildarfyrirtækja SA og svör bárust frá 585, eða 56,3%.

Samtök atvinnulífsins