Hagnýt ráð um starfsmannamál og kjarasamninga

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) og Litla Ísland efna til opins fræðslufundar á Akureyri fimmtudaginn 16. nóvember kl. 13-16.

Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins fjallar um helstu ákvæði kjarasamninga og það sem upp getur komið í starfsmannamálum.  Fjallað verður m.a. um vinnutíma, uppsagnarfrest, veikindarétt, orlof og brotthlaup úr starfi.

Það eru allir eru velkomnir og það er ekkert þátttökugjald, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA. Fundurinn fer fram í húsnæði Verksmiðjunnar að Glerárgötu 34.

Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Bakhjarlar Litla Íslands eru SA, SI, SAF, SVÞ og SFF.

Litla Ísland er á Facebook og www.litlaisland.is 

SKRÁNING