Hæstiréttur dæmir umhverfisráðherra

Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað bent á það á vef SA að neitun umhverfisráðherra á að staðfesta skipulag hreppana við Þjórsá væri bæði ómálefnaleg, andstæð lögum og einungis til þess fallin að tefja fyrir mikilvægri uppbyggingu og fjárfestingum hér á landi. Með framferði sínu væri hún einungis að þóknast þröngum pólitískum hagsmunum Vinstri grænna.

Hæstiréttur hefur nú staðfest niðurstöðu héraðsdóms um skipulag Flóahrepps og kemur þar fram að ákvörðun umhverfisráðherra um að staðfesta skipulagið einungis að hluta hafi verið ólögmæt og að Flóahreppi hafi verið heimilt að innheimta hluta kostnaðar vegna skipulagsvinnunnar hjá Landsvirkjun auk þess sem ríkið er dæmt til að greiða málskostnað.

Í október sl. óskuðu Samtök atvinnulífsins eftir því við forsætisráðherra að áfrýjun málsins af hálfu ríkisstjórnarinnar yrði dregin til baka þar sem sýnt var að áfrýjunin væri tilefnislaus og myndi engu skila nema frekari töfum málsins. Forsætisráðherra hlyti að íhuga stöðu ráðherra sem þannig gengi fram.

Nánari umfjöllun má finna hér:  

Áfrýjun umhverfisráðherra verði dregin til baka (8. okt. 2010)

Umhverfisráðherra gegn almenningi og atvinnulífi (10. feb. 2010)

Umhverfisráðherra á móti framförum og orkunýtingu (2. feb.2010)