Vinnumarkaður - 

09. júlí 2009

Hærra tryggingagjald og hátekjuskattur

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hærra tryggingagjald og hátekjuskattur

Frá 1. júlí verður tryggingagjald 7,0% í stað 5,34%. Annars vegar hækkar atvinnutryggingagjald úr 0,65% í 2,21% og hins vegar tvöfaldast gjald í ábyrgðasjóð launa og fer í 0,2%. Samtals hækkar tryggingagjald því um 1,66% Hækkað gjald reiknast af launum frá og með 1. júlí og kemur til greiðslu við innheimtu staðgreiðslu í ágúst. Viðbót vegna launa sjómanna á fiskiskipum verður áfram 0,65%.

Frá 1. júlí verður tryggingagjald 7,0% í stað 5,34%. Annars vegar hækkar atvinnutryggingagjald úr 0,65% í 2,21% og hins vegar tvöfaldast gjald í ábyrgðasjóð launa og fer í 0,2%. Samtals hækkar tryggingagjald því um 1,66%  Hækkað gjald reiknast af launum frá og með 1. júlí og kemur til greiðslu við innheimtu staðgreiðslu í ágúst. Viðbót vegna launa sjómanna á fiskiskipum verður áfram 0,65%.

Hátekjuskattur leggst á skattstofn umfram kr. 700.000 á mánuði. Launagreiðanda ber að draga 8% skatt af stofni sem er umfram þá fjárhæð. Hátekjuskattur er reiknaður af skattstofni í hverjum mánuði óháð því hverjar tekjur starfsmanns voru í öðrum mánuðum. Athygli er vakin á því að ef hluti júnílauna er enn óuppgerður, t.d. greiðsla fyrir yfirvinnu, ákvæðisvinnu eða aflahlutdeild, þá telst uppgjör til júnímánaðar sé því lokið eigi síðar en 14. júlí.

Sjá nánar:

Orðsending RSK 3/2009

Samtök atvinnulífsins