Efnahagsmál - 

17. ágúst 2011

Hækkun stýrivaxta Seðlabankans óhugguleg

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hækkun stýrivaxta Seðlabankans óhugguleg

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Vísi að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun sé óhugguleg. Það sé eins og þeir sem ákváðu hækkunina séu að fást við efnahagsmál í einhverju allt öðru landi en Íslandi. Pengingastefnunefnd bankans ákvað að hækka stýrivexti í 4,5%.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Vísi að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun sé óhugguleg. Það sé eins og þeir sem ákváðu hækkunina séu að fást við efnahagsmál í einhverju allt öðru landi en Íslandi. Pengingastefnunefnd bankans ákvað að hækka stýrivexti í 4,5%.

Vilhjálmur segir mikið atvinnuleysi á Íslandi og fyrirtæki illa í stakk búin til að fjármagna sig þar sem atvinnuvegirnir séu almennt mjög skuldsettir eftir hrunið árið 2008. "Þar að auki er ekki lengur samkeppni um lánsfé frá innlendum og erlendum aðilum. Gjaldeyrishöftin komi í veg fyrir það."

Í frétt Vísis segir ennfremur:

Vilhjálmur segir að við slíkar aðstæður sé stýrivaxtahækkun út í bláinn. Hvað varðar röksemdir Seðlabankans um að verðbólguhættan sé að baki vaxtahækkuninni gefur Vilhjálmur lítið fyrir þau rök. Verðlagshækkanir hafi komið fram á fyrri hluta ársins og ekki sé hægt að sjá að þær haldi áfram það sem eftir er ársins. Einnig megi nefna að gengi krónunnar hefur verið að styrkjast nú síðsumars.

Þá bendir ástandið í heiminum til að hrávöruhækkanir, eins og á olía, muni ganga til baka og hafa raunar þegar gert slíkt.

Tengt efni:

Yfirlýsing peningastefnunefndar 17. ágúst 2011

Samtök atvinnulífsins