Efnahagsmál - 

21. Mars 2012

Hækkun stýrivaxta mun hafa neikvæð áhrif á atvinnulífið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hækkun stýrivaxta mun hafa neikvæð áhrif á atvinnulífið

Seðlabanki Íslands tilkynnti í morgun um hækkun stýrivaxta bankans um 0,25 prósentustig í fimm prósent. Samtök atvinnulífsins gagnrýna hækkunina og telja hana hafa neikvæð áhrif á atvinnulífið. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu RÚV samtökin jafnframt hafa áhyggjur af þeirri vegferð sem Seðlabankinn sé á og boðuðum vaxtahækkunum bankans á komandi mánuðum.

Seðlabanki Íslands tilkynnti í morgun um hækkun stýrivaxta bankans um 0,25 prósentustig í fimm prósent. Samtök atvinnulífsins gagnrýna hækkunina og telja hana hafa neikvæð áhrif á atvinnulífið. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu RÚV samtökin jafnframt hafa áhyggjur af þeirri vegferð sem Seðlabankinn sé á og boðuðum vaxtahækkunum bankans á komandi mánuðum.

Hannes segir ákvörðun Seðlabankans hafa neikvæð áhrif á fjárfestingar. Hækkun vaxta sé ekki til að auka fjárfestingar sem vanti sárlega um þessar mundir. Þá muni vaxtahækkanir torvelda afnám gjaldeyrishafta, þar sem sem krónueignir erlendra aðila sem vilja komast úr landi, aukist með hærri vöxtum.

Þá virkar vaxtahækkun á heimamarkaðsgreinar, verslun og þjónustu, eins og skattahækkun á borð við hækkun tryggingagjalds, sem fyrirtæki munu leitast við að velta út í verðlagið og þar með auka verðbólguna.

Hannes segir að áhrif vaxtahækkana á verðbólgu og gengi við aðstæður gjaldeyrishafta séu takmörkuð. Verðbólgan undanfarið hafi einkum stafað af veikingu gengis og hækkun á verði eldsneytis. Vaxtahækkun breyti þar engu um.

Tengt efni:

Frétt RÚV 21. mars 2012 - smelltu til að hlusta

Yfirlýsing peningastefnunefndar SÍ 21. mars 2012

Samtök atvinnulífsins