Efnahagsmál - 

21. Maí 2003

Hækkun raungengis vanmetin

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hækkun raungengis vanmetin

SA telja mat Seðlabankans á raungengi á mælikvarða launa vera vanmat. Þær samkeppnisaðstæður sem fyrirtækjum í alþjóðlegri samkeppni eru nú búnar eru orðnar það slæmar að óhjákvæmilegt er að þær leiði til verulegs samdráttar í útflutnings- og samkeppnisgreinum.

SA telja mat Seðlabankans á raungengi á mælikvarða launa vera vanmat. Þær samkeppnisaðstæður sem fyrirtækjum í alþjóðlegri samkeppni eru nú búnar eru orðnar það slæmar að óhjákvæmilegt er að þær leiði til verulegs samdráttar í útflutnings- og samkeppnisgreinum.

(Smellið á myndina)

Seðlabanki Íslands spáir því að raungengi krónunnar á mælikvarða launa, en það er mælikvarði sem endurspeglar samkeppnisskilyrði atvinnulífsins, muni hækka um 10,5% á þessu ári frá því síðasta. Að mati SA var samkeppnisstaða atvinnulífsins viðunandi á síðasta ári að jafnaði en versnaði mikið eftir því sem leið á árið og hefur sú þróun haldið áfram á þessu ári. Þær samkeppnisaðstæður sem fyrirtækjum í alþjóðlegri samkeppni eru nú búnar eru orðnar það slæmar að óhjákvæmilegt er að þær leiði til verulegs samdráttar í útflutnings- og samkeppnisgreinum. Þá mun hátt raungengi leiða til viðskiptahalla sem ekki fær staðist nema til skamms tíma.

Hækkun raungengis vanmetin
Samtök atvinnulífsins telja mat Seðlabankans á raungengi á mælikvarða launa vera vanmat og í raun hafi samkeppnisstaða atvinnulífsins versnað mun meira en fram kemur í meðfylgjandi línuriti. Raungengi á mælikvarða launa byggist m.a. á launabreytingum skv. launavísitölu Hagstofunnar fyrir almennan markað en breytingar samkvæmt þeirri vísitölu vanmeta raunverulega launaþróun að mati SA.  Til stuðnings því sjónarmiði má nefna að nýbirt gögn Kjararannsóknarnefndar um launabreytingar á almennum vinnumarkaði sýna að laun hafi hækkað um 39% frá 1998 til 2002 en launavísitala Hagstofunnar segir hækkun launa á almennum markaði á sama tíma hafa verið 27%. Þessu til viðbótar hefur launatengdur kostnaður aukist meira á Íslandi undanfarin ár en meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við.  Þar ber hæst mótframlag vinnuveitenda gegn viðbótar lífeyrissparnaði launamanna, sem talinn er hafa hækkað launakostnað um 1,75%, og hækkun tryggingagjalds um sl. áramót. Samkeppnisstaðan er því í raun mun verri í sögulegu samhengi en línuritið gefur til kynna.

Samtök atvinnulífsins