Hækkun mótframlags í lífeyrissjóði 1. júlí

Mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði hækkaði um 1,5% af tekjum þann 1. júlí 2018. Samið var um hækkunina í kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins við Alþýðusambands Íslands og fleiri félög sem ekki eiga aðild að ASÍ. Framlag launagreiðenda sem kjarasamningarnir ná til er því 11,5% í stað 10% áður og heildariðgjaldið er 15,5% eins og hjá ríkisstarfsmönnum.

Samkvæmt kjarasamningnum eiga sjóðsfélagar að geta ráðstafað heildariðgjaldi umfram 12% í séreignarsparnað í stað samtryggingar, svokallaða tilgreinda séreign.

Það er sjóðsfélaga að ákveða hvort viðbótariðgjaldið vegna hans renni í tilgreinda séreign eða ekki og gerist það í beinum samskiptum sjóðsfélaga og lífeyrissjóðs án milligöngu launagreiðenda. Geri sjóðsfélaga engar ráðstafanir vegna iðgjalds umfram 12% rennur allt viðbótariðgjaldið í samtryggingardeild sjóðanna.

Sjá nánar:

Fræðsla um lífeyrissjóði á vinnumarkaðsvef SA