Hækkun launa og tryggingagjalds 1. janúar 2003 (1)

Almenn launahækkun verkafólks innan Flóabandalagsins og Starfsgreinasambands Íslands 1. janúar 2003 er 3,15%, en hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum verður hækkunin 3,4%. Hefur þá verið tekið tillit til 0,4% viðbótarhækkunar launa sem samið var um í tengslum við "rautt strik". Ástæða þessa munar milli félaga er mislangur samningstími. Kauptaxtar í kjarasamningum verkafólks og verslunarmanna taka sérstakri hækkun umfram almennu lágmarkshækkunina.  Sjá kaupgjaldsskrá SA fyrir árið 2003 (pdf-skjal).

Hækkun / lækkun tryggingagjalds
Tryggingagjald atvinnurekenda hækkar um 0,5% þann 1. janúar 2003 eða úr 5,23% í 5,73%. Gert hafði verið ráð fyrir að tryggingagjald myndi hækka í 6,0% og hafði sú lagabreyting þegar verið samþykkt á Alþingi. Í tengslum við samning SA og ASÍ um samningsforsendur kjarasamninga í desember 2001 var samkomulag gert við stjórnvöld um að lækka tryggingagjaldið um 0,27%, eða í 5,73% eins og áður sagði.