Vinnumarkaður - 

07. mars 2001

Hækkun eingreiðslna til verslunarmanna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hækkun eingreiðslna til verslunarmanna

Samtök atvinnulífsins og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hafa gert með sér samkomulag um hækkun desember- og orlofsuppbótar félagsmanna í VR, til samræmis við niðurstöðu launanefndar ASÍ og SA. Minnkandi verðbólga er samningsforsenda í kjarasamningi SA og VR. Við undirritun samningsins í maí 2000 var verðbólgan 5,9% á ársgrundvelli en hafði lækkað í 4,1% í febrúar 2001. Sameiginleg niðurstaða samningsaðila er því sú að samningsforsendur hafi staðist.

Samtök atvinnulífsins og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hafa gert með sér samkomulag um hækkun desember- og orlofsuppbótar félagsmanna í VR, til samræmis við niðurstöðu launanefndar ASÍ og SA. Minnkandi verðbólga er samningsforsenda í kjarasamningi SA og VR. Við undirritun samningsins í maí 2000 var verðbólgan 5,9% á ársgrundvelli en hafði lækkað í 4,1% í febrúar 2001. Sameiginleg niðurstaða samningsaðila er því sú að samningsforsendur hafi staðist.

Áður hafði launanefnd ASÍ og SA komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til uppsagnar launaliðar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, hvorki vegna þróunar verðlags né samningsbundinnar launaþróunar annarra, en síðarnefnda forsendan er í samningum flestra annarra en verslunarmanna. Til samræmis við niðurstöðu launanefndar ASÍ og SA eru samningsaðilar sammála um að einnig verði gerðar breytingar á ákvæðum kjarasamnings SA og VR um orlofs- og desemberuppbætur. Útfærslan gagnvart verslunarmönnum er að því leyti frábrugðin niðurstöðunni gagnvart öðrum ASÍ félögum að orlofsuppbót er 5.000 kr. lægri, en desemberuppbót 5.000 kr. hærri en þar er.

Niðurstaðan felur í sér að orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2001 verði kr. 15.000 í stað kr. 9.600, kr. 15.300 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2002 í stað kr. 9.900 og kr. 15.400 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2003 í stað kr. 10.000. Desemberuppbót verður kr. 40.000 á árinu 2001 í stað kr. 29.000, kr. 41.000 á árinu 2002 í stað kr. 30.000 og kr. 42.000 á árinu 2003 í stað kr. 31.000.

Sama niðurstaða mun gilda fyrir Landssamband íslenzkra verzlunarmanna.

Samtök atvinnulífsins