Fréttir - 

11. október 2014

Hægt að selja meira af íslenskum fiski til hágæða veitingahúsa í Bretlandi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hægt að selja meira af íslenskum fiski til hágæða veitingahúsa í Bretlandi

Agnar Sverrisson er eini íslenski kokkurinn sem hefur hlotið Michelin stjörnuna eftirsóttu. Hann rekur rekur fjóra veitingastaði í London. Þeirra þekktastur er Michelin staðurinn Texture en hinir eru hágæða „brasserie staðir“ sem heita Tuttugu og átta - fimmtíu. Íslenskur fiskur er í uppáhaldi hjá Agnari og er í boði á öllum hans stöðum. Samkeppnin við íslenska fiskinn er hins vegar hörð því það er víða hægt að fá góðan fisk. Agnar telur að hægt væri að selja meira af íslenskum fiski til úrvals veitingahúsa í Bretlandi en það getur verið snúið að fá hann ferskan í magni sem hentar stöðunum.

Agnar Sverrisson er eini íslenski kokkurinn sem hefur hlotið Michelin stjörnuna eftirsóttu. Hann rekur rekur fjóra veitingastaði í London. Þeirra þekktastur er Michelin staðurinn Texture  en hinir eru hágæða „brasserie staðir“ sem heita Tuttugu og átta - fimmtíu.  Íslenskur fiskur er í uppáhaldi hjá Agnari og er í boði á öllum hans stöðum. Samkeppnin við íslenska fiskinn er hins vegar hörð því það er víða hægt að fá góðan fisk. Agnar telur að hægt væri að selja meira af íslenskum fiski til úrvals veitingahúsa í Bretlandi en það getur verið snúið að fá hann ferskan í magni sem hentar stöðunum. 

Rætt var við Agnar á Sjávarútvegsdeginum sem fram fór í vikunni og má sjá upptöku af viðtalinu á Vimeo og hér að neðan. Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér kvöldmatnum í kvöld kokkaði Agnar upp ferska uppskrift á staðnum sem eflaust á eftir að slá í gegn hjá landanum.

Sjávarútvegsdagurinn er samstarfsverkefni SA, Deloitte, LÍÚ og SF. 

Samtök atvinnulífsins