Efnahagsmál - 

03. september 2008

Hægt að rjúfa umsátrið um íslenska fjármagnsmarkaðinn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hægt að rjúfa umsátrið um íslenska fjármagnsmarkaðinn

Morgunblaðið fjallar í dag um lántöku ríkissjóðs á 30 milljarða króna gjaldeyrisláni til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann. "Þetta er mjög gott merki um að við getum brotist út úr þessu umsátri um íslenska fjármagnsmarkaðinn," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við blaðið en Íslendingar hafa undanfarið ekki notið eðlilegra lánskjara. Vilhjálmur segir mikilvægt að ríkið haldi áfram á sömu braut og að bankarnir eigi að geta fylgt í kjölfarið með lántöku á eðlilegum kjörum. "Bankarnir fá eðlilegan aðgang að lánsfé ef ríkið er að fá lán á þessum kjörum. Þetta eru því mjög jákvæð tíðindi."

Morgunblaðið fjallar í dag um lántöku ríkissjóðs á 30 milljarða króna gjaldeyrisláni til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann. "Þetta er mjög gott merki um að við getum brotist út úr þessu umsátri um íslenska fjármagnsmarkaðinn," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við blaðið en Íslendingar hafa undanfarið ekki notið eðlilegra lánskjara. Vilhjálmur segir mikilvægt að ríkið haldi áfram á sömu braut og að bankarnir eigi að geta fylgt í kjölfarið með lántöku á eðlilegum kjörum. "Bankarnir fá eðlilegan aðgang að lánsfé ef ríkið er að fá lán á þessum kjörum. Þetta eru því mjög jákvæð tíðindi."

Vilhjálmur segir þetta sýna að við séum ekki ofurseld fáránlega háu skuldatryggingarálagi sem hafi valdið miklum skráveifum. Fréttastofa Útvarps fjallar einnig um málið og ítarlega umfjöllun er að finna í Fréttablaðinu í dag og Markaðnum. Í samtali við Fréttablaðið segir Vilhjálmur einnig jákvætt hvernig forsætisráðherra hafi talað við upphaf Alþingis um auðlindir og nýtingu þeirra. "Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá skýr skilaboð frá ríkisstjórninni í þeim efnum. Þetta eflir mönnum trú á framtíðina og hagvaxtarmöguleika á Íslandi."

Sjá nánar:

Frétt RÚV

Frétt Fréttablaðsins

Umfjöllun Markaðarins

www.mbl.is

Samtök atvinnulífsins