Efnahagsmál - 

08. September 2008

Hægt að ná árangri þótt á móti blási

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hægt að ná árangri þótt á móti blási

Staða atvinnulífs á landsbyggðinni var til umræðu á Hugmyndaþingi SA sem fram fór á Hofsósi þann 5. september. Þingið var mjög vel heppnað en um 70 manns mættu til leiks í Vesturfarasetrinu og hlýddu á valinkunna aðila úr íslensku athafnalífi deila reynslu sinni af atvinnuuppbyggingu auk þess að ræða nýjar leiðir í þeim efnum. Rætt var við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA af þessu tilefni í kvöldfréttum Sjónvarps og á Morgunvaktinni á Rás 1.

Staða atvinnulífs á landsbyggðinni var til umræðu á Hugmyndaþingi SA sem fram fór á Hofsósi  þann 5. september. Þingið var mjög vel heppnað en um 70 manns mættu til leiks í Vesturfarasetrinu og hlýddu á valinkunna aðila úr íslensku athafnalífi deila reynslu sinni af atvinnuuppbyggingu auk þess að ræða nýjar leiðir í þeim efnum. Rætt var við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA af þessu tilefni í kvöldfréttum Sjónvarps og á Morgunvaktinni á Rás 1.

Vilhjálmur sagði m.a. eitt af markmiðunum með Hugmyndaþinginu væri að vekja með fólki bjartsýni og framtakshug og sýna fram á að oft sé hægt að ná árangri þó svo að á móti blási. Það sé stöðugt verkefni að huga að innviðum atvinnurekstrar og þeim skilyrðum sem fyrirtækin í landinu búi við - hvort sem þau eru á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. Samtök atvinnulífsins hafi mikinn metnað fyrir atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og þau vilji gjarnan sjá allt landið blómstra.  

Hugmyndaþing SA á Hofsósi

Nánar verður fjallað um Hugmyndaþing SA á Hofsósi hér á vef SA en nálgast má viðtölin við Vilhjálm Egilsson hér að neðan:

Frétt Sjónvarps

Viðtal á Morgunvaktinni

Glærur Vilhjálms Egilssonar

Dagskrá þingsins (PDF)

Samtök atvinnulífsins