Vinnumarkaður - 

10. ágúst 2010

Hægir á fjölgun örorkulífeyrisþega

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hægir á fjölgun örorkulífeyrisþega

Verulega hefur hægt á fjölgun örorkulífeyrisþega, þ.e. þeirra sem skráðir eru með 75% örorku eða meira, á þessu ári miðað við það síðasta. Fjöldi örorkulífeyrisþega var 15.842 þann 1. júlí síðastliðinn en hann var 15.677 í ársbyrjun þannig að fjölgunin á árinu nemur 165 einstaklingum á fyrri hluta ársins. Þetta er mikil breyting frá fyrri árum þar sem örorkulífeyrisþegum fjölgaði um 500-1.300 árlega á árabilinu 2004-2009.

Verulega hefur hægt á fjölgun örorkulífeyrisþega, þ.e. þeirra sem skráðir eru með 75% örorku eða meira, á þessu ári miðað við það síðasta. Fjöldi örorkulífeyrisþega var 15.842 þann 1. júlí síðastliðinn en hann var 15.677 í ársbyrjun þannig að fjölgunin á árinu nemur 165 einstaklingum á fyrri hluta ársins. Þetta er mikil breyting frá fyrri árum þar sem örorkulífeyrisþegum fjölgaði um 500-1.300 árlega á árabilinu 2004-2009.

Nýgengi örorku, þ.e. fjöldi einstaklinga sem fengu úrskurð um 75% örorku á hverjum tíma, nam á bilinu 1.200-1.500 á árunum 2004-2009. Á fyrri hluta þessa árs fengu 610 einstaklingar úrskurð um 75% örorku sem er mikil fækkun frá sama tíma árið 2009 en svipað og var 2008.

Í ljósi mikils langtímaatvinnuleysis mætti búast við aukningu í nýgengi örorku en þess sér ekki stað, a.m.k. enn sem komið er. Ef til vill má rekja þessa þróun til forvarnarstarfs Starfsendurhæfingasjóðs sem hefur það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir að starfandi fólk missi starfsgetuna vegna langtímaveikinda eða slysa og detti út af vinnumarkaði. Þótt sjóðurinn hafi starfað í skamman tíma hafa ráðgjafar hans átt regluleg viðtöl við á annað þúsund einstaklinga og þar af leiðandi hlýtur starfsemi hans þegar að hafa haft merkjanleg áhrif.

Nýgengi örorku eftir kynjum á fyrra árshelmingi 2008-2010 - Fjöldi úrskurða um 75% örorkumat

   Heimild: Tryggingastofnun Ríkisins

Smellið á myndina til að stækka.

Samtök atvinnulífsins