Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor nýs sameinaðs háskóla

Dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir, núverandi rektor Háskólans í Reykjavík, hefur verið ráðin í starf rektors þegar fyrirhugaðri sameiningu skólans við Tækniháskóla Íslands verður lokið. Í tækni- og verkfræðideild skólans verða kennd rekstrar-verkfræði, fjármálaverkfræði, hugbúnaðarverkfræði og heilbrigðisverkfræði. Einnig er fyrirhuguð stofnun kennslu-fræðideildar og þá verða starfræktar viðskipta- og lagadeild við skólann. Sjá nánar á vef HR.