Efnahagsmál - 

01. maí 2002

Greinilega komið ferli vaxtalækkana

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Greinilega komið ferli vaxtalækkana

Bankastjórn Seðlabankans ákvað í gær að lækka vexti um 0,3% frá og með deginum í dag. Í samtali við Morgunblaðið segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vaxtalækkunina eðlilega ákvörðun. Þar sem rétt rúmur mánuður sé liðinn frá síðustu vaxtalækkun sé greinilegt að komið sé ferli vaxtalækkana og ljóst að að raunvextir séu mjög háir með þeim mikla viðsnúningi sem hér hefur orðið í verðlagsþróun. "Í því ljósi hefði ég getað búist við því að þessi vaxtalækkun yrði meiri. Ég geri þó ráð fyrir því að við getum átt von á frekari lækkunum innan skamms tíma, ef framvindan verður áfram í þeim farvegi sem vonast er eftir," segir Ari.

Bankastjórn Seðlabankans ákvað í gær að lækka vexti um 0,3% frá og með deginum í dag. Í samtali við Morgunblaðið segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vaxtalækkunina eðlilega ákvörðun. Þar sem rétt rúmur mánuður sé liðinn frá síðustu vaxtalækkun sé greinilegt að komið sé ferli vaxtalækkana og ljóst að að raunvextir séu mjög háir með þeim mikla viðsnúningi sem hér hefur orðið í verðlagsþróun. "Í því ljósi hefði ég getað búist við því að þessi vaxtalækkun yrði meiri. Ég geri þó ráð fyrir því að við getum átt von á frekari lækkunum innan skamms tíma, ef framvindan verður áfram í þeim farvegi sem vonast er eftir," segir Ari.

Samtök atvinnulífsins