Efnahagsmál - 

27. febrúar 2008

Greiðsla launa samkvæmt nýjum kjarasamningum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Greiðsla launa samkvæmt nýjum kjarasamningum

Í ljósi þess að nýir kjarasamningar, sem undirritaðir voru þann 17. febrúar, eru að ýmsu leyti flóknir í framkvæmd og tími frá undirritun samninga til næstu launaútborgunar hefur verið naumur er það sameiginlegur skilningur samningsaðila að launalið nýrra kjarasamninga frá 17. febrúar megi hrinda í framkvæmd um þarnæstu mánaðamót hjá mánaðarkaupsfólki, en þá verði jafnframt gerð afturvirk leiðrétting frá 1. febrúar, þar sem það á við. Sömu sjónarmið gilda þar sem laun eru greidd hálfsmánaðarlega eða vikulega, að eðlilegt er talið að fyrirtæki fái ákveðið svigrúm til útreiknings nýrra launa, þar sem það á við. Samtök atvinnulífsins verða með rafræna heildaratkvæðagreiðslu um samningana í vikunni 3.- 7. mars. Verði kjarasamningarnir samþykktir miðast launabreytingar við 1. febrúar 2008.

Í ljósi þess að nýir kjarasamningar, sem undirritaðir voru þann 17. febrúar, eru að ýmsu leyti flóknir í framkvæmd og tími frá undirritun samninga til næstu launaútborgunar hefur verið naumur er það sameiginlegur skilningur samningsaðila að launalið nýrra kjarasamninga frá 17. febrúar megi hrinda í framkvæmd um þarnæstu mánaðamót hjá mánaðarkaupsfólki, en þá verði jafnframt gerð afturvirk leiðrétting frá 1. febrúar, þar sem það á við. Sömu sjónarmið gilda þar sem laun eru greidd hálfsmánaðarlega eða vikulega, að eðlilegt er talið að fyrirtæki fái ákveðið svigrúm til útreiknings nýrra launa, þar sem það á við. Samtök atvinnulífsins  verða með rafræna heildaratkvæðagreiðslu um samningana í vikunni 3.- 7. mars. Verði kjarasamningarnir samþykktir miðast launabreytingar við 1. febrúar 2008.

Landssambönd ASÍ eru um þessar mundir að kynna samningana fyrir sínum félagsmönnum, en áætlað er að búið verði að greiða atkvæði um alla samningana þriðjudaginn 11. mars. Tilhögun atkvæðagreiðslna  einstakra sambanda og félaga verður eftirfarandi:

VR og LÍV

Rafrænni atkvæðagreiðslu lýkur þriðjudaginn 11. mars 2008 hjá VR og stærstu verslunarmannafélögunum. 

Starfsgreinasamband Íslands (SGS)

Gert ráð fyrir að atkvæðagreiðslu verði lokið föstudaginn 7. mars

Efling

Atkvæðagreiðslu lýkur á hádegi mánudaginn 10. mars.

Rafiðnaðarsamband Íslands

Atkvæðagreiðslu lýkur á hádegi mánudaginn 10. mars.

VM

Atkvæðagreiðslu lýkur mánudaginn 10. mars

Matvís

Atkvæðagreiðslu lýkur  mánudaginn 10. mars.

Samiðn

Stefnt að því að atkvæðagreiðslu ljúki mánudaginn 10. mars.

Samtök atvinnulífsins