Fréttir - 

22. apríl 2015

Göran Persson: Ykkar bíða stórkostlegar áskoranir

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Göran Persson: Ykkar bíða stórkostlegar áskoranir

Fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Persson, var sérstakur gestur á Ársfundi atvinnulífsins 2015. „Ykkar bíða stórkostlegar áskoranir,“ sagði hann m.a. í ávarpi sínu og vísaði til þess að fjármálakreppa Íslendinga hafi verið heimatilbúin og það væri þjóðarinnar að leysa úr henni. Því verkefni væri langt í frá lokið og í raun væri það erfiðasta eftir. Ráðast þurfi í kerfisbreytingar á Íslandi til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

Fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Persson,  var sérstakur gestur á Ársfundi atvinnulífsins 2015. „Ykkar bíða stórkostlegar áskoranir,“ sagði hann m.a. í ávarpi sínu og vísaði til þess að fjármálakreppa Íslendinga hafi verið heimatilbúin og það væri þjóðarinnar að leysa úr henni. Því verkefni væri langt í frá lokið og í raun væri það erfiðasta eftir. Ráðast þurfi í kerfisbreytingar á Íslandi til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

Upptaka af erindinu er aðgengileg á vefnum en Persson tók það skýrt fram að miklar launahækkanir á skömmum tíma séu ekki ávísun á raunverulegar kjarabætur vegna verðbólgunnar sem fylgi heldur þvert á móti. Um það vitnar saga Svía.

Persson sagði Íslendinga hafa margt fram að færa og í raun vera í öfundsverðri stöðu. Þjóðin væri ung, vel menntuð og rík af auðlindum þannig að hér væru allar forsendur til staðar til að auka samkeppnishæfni og bæta lífskjör landsmanna. Til þess að það takist verði þjóðin hins vegar að vera varkár en í grundvallar atriðum séu efnahagshorfur Íslands góðar.

Um leið er staða Íslands á alþjóðavettvangi sérstök þar sem hér eru gjaldeyrishöft.

Við afnám þeirra þarf að vanda til verka en það er ekki hægt nema aðstæður í efnahagslífinu séu góðar. „Markaðurinn fylgist með ykkur,“ sagði Persson ákveðinn og benti á að ef verðbólga fari úr böndunum ásamt stjórn efnahagsmála sé afnám hafta ómögulegt eða muni í versta falli hafa alvarlegar afleiðingar.

Tengill á ávarp Göran Persson á Ársfundi atvinnulífsins 2015 er hér að neðan ásamt áhugaverðum viðtölum sem fjölmiðlar áttu við hann á meðan á dvöl hans hér á landi stóð.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA

Viðtal við Göran Persson í RÚV-Sjónvarpi

Viðtal við Göran Persson í Speglinum

Viðtal við Göran Persson í Markaðnum

Viðtal við Göran Persson í Viðskiptablaðinu (eingöngu fyrir áskrifendur).

Samtök atvinnulífsins