Fréttir - 

10. apríl 2015

Göran Persson í Hörpu 16. apríl

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Göran Persson í Hörpu 16. apríl

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, er á leið til Íslands en hann mun ávarpa Ársfund atvinnulífsins 2015 sem fram fer í Hörpu fimmtudaginn 16. apríl. Persson var bæði menntamálaráðherra og fjármálaráðherra áður en hann varð forsætisráðherra, en hann gegndi því embætti frá 1996 til 2006. Persson var mjög farsæll stjórnmálamaður en hann var fjármálaráðherra þegar Svíar tókust á við sína bankakreppu árið 1992. Göran Persson mun fjalla um leiðir til að bæta lífskjör á Íslandi og ræða um reynslu Svía af sambærilegum viðfangsefnum og Íslendingar kljást nú við á vinnumarkaði og á sviði efnahagsmála.

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, er á leið til Íslands en hann mun ávarpa Ársfund atvinnulífsins 2015 sem fram fer í Hörpu fimmtudaginn 16. apríl. Persson var bæði menntamálaráðherra og fjármálaráðherra áður en hann varð forsætisráðherra, en hann gegndi því embætti frá 1996 til 2006. Persson var mjög farsæll stjórnmálamaður en hann var fjármálaráðherra þegar Svíar tókust á við sína bankakreppu árið 1992. Göran Persson mun fjalla um leiðir til að bæta lífskjör á Íslandi og ræða um reynslu Svía af sambærilegum viðfangsefnum og Íslendingar kljást nú við á vinnumarkaði og á sviði efnahagsmála.

undefinedÁ áttunda og níunda áratugnum voru launahækkanir og verðbólga meiri í Svíþjóð en í nálægum ríkjum. Mikil verðbólga olli síversnandi samkeppnisstöðu og leiddi til þess að gengi sænsku krónunnar lækkaði um 4% árlega. Um miðjan tíunda áratuginn voru gerðar ýmsar breytingar sem fólu í sér meiri stöðugleika í verðlagi og gengi og launaþróunin réðst af hag útflutningsgreinanna. Frá árinu 1993 hefur verðbólga í Svíþjóð verið svipuð eða minni en í ESB-ríkjunum og kaupmáttur launa aukist meira en áður þrátt fyrir minni launahækkanir.

Mikill áhugi er á ársfundinum en hann er öllum opinn. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan og vissara að gera það strax til að tryggja sér sæti.

Fjölbreytta dagskrá fundarins má nálgast hér.

SKRÁNING

Umsóknarferli er lokið.

Samtök atvinnulífsins