Göran Persson á Ársfundi atvinnulífsins 2015

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, mun ávarpa Ársfund atvinnulífsins 2015 sem fram fer í Hörpu fimmtudaginn 16. apríl. Yfir 500 manns mættu til fundarins sl. vor en þá var aukin samkeppnishæfni Íslands og leiðir til að bæta lífskjör þjóðarinnar til umfjöllunar. Þar settu Samtök atvinnulífsins fram þá stefnu að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustu þjóða heims innan 10 ára (10/10).

Persson var bæði menntamálaráðherra og fjármálaráðherra áður en hann varð forsætisráðherra, en hann gegndi því embætti frá 1996 til 2006. Persson var mjög farsæll stjórnmálamaður en hann var fjármálaráðherra þegar Svíar tókust á við sína bankakreppu árið 1992.

undefinedÁ ársfundinum munu SA fjalla halda áfram að ræða leiðir til að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar á grunni 10/10 stefnumörkunarinnar. Göran Persson mun fjalla um markmiðin sem þar eru sett fram og ræða um reynslu Svía af sambærilegum viðfangsefnum og Íslendingar kljást nú við.

Á áttunda og níunda áratugnum voru launahækkanir og verðbólga meiri í Svíþjóð en í nálægum ríkjum. Mikil verðbólga olli síversnandi samkeppnisstöðu og leiddi til þess að gengi sænsku krónunnar lækkaði um 4% árlega. Um miðjan tíunda áratuginn voru gerðar ýmsar breytingar sem fólu í sér meiri stöðugleika í verðlagi og gengi og launaþróunin réðst af hag útflutningsgreinanna. Frá árinu 1993 hefur verðbólga í Svíþjóð verið svipuð eða minni en í ESB-ríkjunum og kaupmáttur launa aukist meira en áður þrátt fyrir minni launahækkanir.

Tengt efni:

10/10. Betri lífskjör