Efnahagsmál - 

17. desember 2010

Gögn frá fundi um lausnir á skuldamálum fyrirtækja

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gögn frá fundi um lausnir á skuldamálum fyrirtækja

Á fjórða hundrað stjórnenda mættu á opinn upplýsingafund í morgun um nýtt samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Um víðtækt samkomulag er að ræða sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands standa að.

Á fjórða hundrað stjórnenda mættu á opinn upplýsingafund í morgun um nýtt samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Um víðtækt samkomulag er að ræða sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands standa að.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, hvetur fyrirtæki til að snúa sér sem fyrst til síns viðskiptabanka til að skoða hvaða möguleikar standi þeim til boða og taka ákvarðanir í framhaldinu. Margir aðilar eru tilbúnir til að veita fyrirtækjunum hlutlausa þjónustu í þeirri vinnu sem framundan er og verða upplýsingar um þá birtar hér á vef SA.

Samkomulagið felur í sér að úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja verður hraðað verulega. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru stærsti vinnuveitandi landsins. Ríflega 90% allra íslenskra fyrirtækja eru lítil eða meðalstór og má ætla að fjöldi þeirra sé á þriðja tug þúsunda. Þessi fyrirtæki standa undir drjúgum hluta verðmæta- og atvinnusköpunar í landinu.

Stefnt er að því að fyrir 1. júní 2011 hafi fjármálafyrirtæki lokið skoðun á fjárhagsstöðu þessara fyrirtækja og gert lífvænlegum fyrirtækjum sem eru í fjárhagsvanda tilboð um úrvinnslu skulda þeirra en fram hefur komið að um geti verið er að ræða 6-7000 fyrirtæki.

Á fjórða hundrað stjórnenda mætti á fundinn

Á fundinum í morgun rakti Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra aðdragandann að samkomulaginu  og lýsti helstu markmiðum þess. Ráðherrann sagði m.a. að um væri að ræða mikilvægustu efnahagsaðgerðina sem hægt væri að ráðast í um þessar mundir.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði mikilvægt að vel tækist til við útfærslu samkomulagsins en það væri ein af lykilaðgerðunum í því að koma atvinnulífinu af stað á nýjan leik. Fleira þurfi þó að koma til. Með auknum fjárfestingum geti Íslendingar náð sér út úr kreppnunni en margt þurfi að laga til að skapa hagstæð skilyrði til fjárfestinga. Þá liggi fyrir það stóra verkefni að gera kjarasamninga til þriggja ára í tengslum við ýmsar aðgerðir stjórnvalda til að laga rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. Takist það dragi mjög mikið úr óvissu og fyrirtæki geti farið á ný að gera áætlanir um framtíðina, ráða fólk í vinnu og fjárfesta.

Þá kynnti Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Arion banka, hvernig samkomulagið mun nýtast fyrirtækjum á næstu mánuðum og setti í samhengi við það starf sem þegar hefur átt sér stað innan Arion banka við endurskipulagningu á fjárhag fyrirtækja.

Kyninningar Vilhjálms og Bjarkar má nálgast hér að neðan en nánar verður fjallað um málið á vef SA á næstunni. Þá heldur Viðskiptaráð Íslands úti ítarlegum upplýsingavef um málið.

Líflegar umræður fóru fram á fundinum en fulltrúar bankanna svöruðu fjölmörgum fyrirspurnum fundarmanna. Í umræðunum tóku þátt auk frummælenda, Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans og Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Fundinum stýrði Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo.

Sjá nánar:

Kynning Vilhjálms Egilssonar

Kynning Bjarkar Þórarinsdóttur

Nánari upplýsingar um samkomulagið frá 15. desember 2010

Ráðgjar sem bjóða fyrirtækjum óháða þjónustu:

CAPACENT

Tengiliður: Þröstur Sigurðsson, sími: 772-7997

 Vefsíða: http://www.capacent.is/

AREV 

Tengiliður: Jón Scheving Thorsteinsson, sími: 551-2500 '

Vefsíða: http://www.arev.is/

IFS RÁÐGJÖF

Tengiliður: Eggert Þór Aðalsteinsson, sími: 533-4611

Vefsíða: http://www.ifs.is/

JÓNSSON & HARÐARSON

Tengiliður Halldór Jónsson, s. 511-1153. 

CITALFORT CONSULTING

Tengiliður Sigurgeir Guðlaugsson, s. 552-7171.

RÓBERT B. AGNARSSON, s. 843 8000.

SELVER

Tengiliður Tryggvi Jónsson, tryggvi@selver.is, sími 691 8888.

Upplýsingavefur Viðskiptaráðs um samkomulagið

Samtök atvinnulífsins