Efnahagsmál - 

18. Mars 2010

Gögn frá fundi SA um heilbrigðismál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gögn frá fundi SA um heilbrigðismál

Hátt í 200 manns sóttu fund SA um heilbrigðismál sem fram fór í morgun á Hótel Nordica auk þess sem fulltrúar heilbrigðisstofnana víða um landið fylgdust með fundinum í beinni útsendingu. Yfirskrift fundarins var Hvernig fáum við það besta úr heilbrigðiskerfinu? Boðað var til fundarins í samráði við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélag Reykjavíkur, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Kynningar frummælenda má nú nálgast á vef SA.

Hátt í 200 manns sóttu fund SA um heilbrigðismál sem fram fór í morgun á Hótel Nordica auk þess sem fulltrúar heilbrigðisstofnana víða um landið fylgdust með fundinum  í beinni útsendingu. Yfirskrift fundarins var Hvernig fáum við það besta úr heilbrigðiskerfinu? Boðað var til fundarins í samráði við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélag Reykjavíkur, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við  Háskóla Íslands. Kynningar frummælenda má nú nálgast á vef SA.

Fjölmennt var á fundi SA um heilbrigðismál

Fjallað verður nánar um fundinn og heilbrigðismálinn á vef SA á næstu dögum en í nýrri stefnumörkun SA Atvinna fyrir alla er m.a. fjallað um heilbrigðismálin og útgjöld Íslendinga til heilbrigðismála.

Þar kemur m.a. fram að bæta þarf afkomu ríkissjóðs um meira en 100 milljarða króna á næstu árum. Heilbrigðismálin eru stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs og því ljóst að áform efnahagsáætlunar íslenska ríkisins og AGS um hallalaus fjárlög árið 2013 næst ekki nema með verulegri lækkun útgjalda til þessa málaflokks.

SA leggja áherslu á að unnið verði út frá ábendingum OECD um heilbrigðismál á Íslandi. Hér á landi er þjónusta í of miklum mæli veitt af dýrum þjónustuaðilum á óþarflega háu tækni- og þjónustustigi, kostnaðarþátttöku er ekki beitt nægilega markvisst og ekki er nægileg samkeppni á milli þjónustuaðila. OECD telur kostnað í íslenska heilbrigðiskerfinu geta lækkað um 1,5% af landsframleiðslu án þess að dregið sé úr þjónustu. Þá er hlutur einkaaðila í veitingu heilbrigðisþjónustu of lítill á Íslandi.

Efnahags- og þróunarstofnunin, OECD, hefur um nokkurra ára skeið í skýrslum sínum um Ísland (2006, 2008 og 2009) veitt ráð um hvernig auka megi hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu en íslensk stjórnvöld hafa daufheyrst að mestu við þessari ráðgjöf. Staðan í ríkisfjármálunum er hins vegar sú að það verður að leita allra leiða til að draga úr kostnaði án þess að það komi með samsvarandi hætti niður á þjónustunni. OECD telur mikið svigrúm á Íslandi til bættrar nýtingar mannafla, fjármagns og annarra aðfanga.

Í fjárlögum þessa árs er stefnt að því að minnka aðkeypta þjónustu frá einkaaðilum í heilbrigðisþjónustu um 30% sem mun valda því að mörg einkarekin fyrirtæki þurfa að hætta starfsemi. Það er öfugþróun.

Dagskrá fundarins má nálgast hér

Stefnumörkun SA má nálgast hér - umfjöllun um heilbrigðismál á bls. 71

Kynningar frummælenda á fundi 18. mars um heilbrigðismál:

Mynd 2

Friðfinnur Hermannsson viðskiptafræðingur: Frá fyrsta viðkomustað til Landspítala.

Anna Lilja Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH: Verkefni Landspítalans (LSH).

Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir: Rekstrarform og rekstraraðilar.

Samtök atvinnulífsins