Efnahagsmál - 

12. Mars 2010

Gögn frá fundi SA um atvinnumál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gögn frá fundi SA um atvinnumál

Um 300 stjórnendur úr íslensku atvinnulífi, stjórnmálamenn, fulltrúar sveitarfélaga, ríkisstofnana og verkalýðshreyfingar, mættu til fundar SA í morgun á Hótel Nordica til að ræða stöðu atvinnumála, horfurnar framundan og til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að koma Íslandi af stað og rjúfa þá kyrrstöðu sem nú einkennir atvinnulífið. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, setti fundinn og sagði þolinmæði fólks og fyrirtækja á þrotum. Tími væri fyrir ríkisstjórnina að láta nú verkin tala en dráttur hafi orðið á úrlausn margra mála.

Um 300 stjórnendur úr íslensku atvinnulífi, stjórnmálamenn, fulltrúar sveitarfélaga, ríkisstofnana og verkalýðshreyfingar, mættu til fundar SA í morgun á Hótel Nordica til að ræða stöðu atvinnumála, horfurnar framundan og til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að koma Íslandi af stað og rjúfa þá kyrrstöðu sem nú einkennir atvinnulífið. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, setti fundinn og sagði þolinmæði fólks og fyrirtækja á þrotum. Tími væri fyrir ríkisstjórnina að láta nú verkin tala en dráttur hafi orðið á úrlausn margra mála.

Húsfyllir var á Nordica á fundi SA um atvinnumál

Efnisríkar kynningar frummælenda má nálgast hér að neðan en Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA kynnti nýja stefnumörkun Samtaka atvinnulífsins Atvinna fyrir alla - aðgerðaáætlun 2010. Rafrænt eintak hennar má nálgast á vef SA en Vilhjálmur sagði nauðsynlegt að stjórnvöld og atvinnulífið taki höndum saman. Styrkja þurfi gengi krónunnar, ná niður vöxtum og örva atvinnulífið. Þá benti Vilhjálmur á að skera þurfi útgjöld ríkisins niður um 80 milljarða króna. Vilhjálmur sagði fjölmörg tækifæri til staðar til að skapa ný störf, t.d. í ferðaþjónustu og í stóriðju, og þau verði að nýta þar sem 11 þúsund störf hafi tapast á árunum 2008 og 2009.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra ræddi um störf ríkisstjórnarinnar og þau verkefni sem hún hefur tekist á við m.a. á sviði atvinnumála. Ekki vildi Steingrímur kannast við iðjuleysi ríkisstjórnarinnar og sagði margt hafa áunnist.

Frummælendur ásamt fundarstjóra

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ flutti erindi undir yfirskriftinni Við viljum vinna og lagði hann ríka áherslu á að barist yrði að öllu afli til að kveða atvinnuleysið í kútinn. Skýr krafa væri uppi um meira réttlæti í lausnum á skuldavanda heimilanna og krafa um bráðaaðgerðir í atvinnumálum.

Nánar verður fjallað um fundinn á vef SA á næstu dögum.

Sjá nánar:

Glærur Vilhjálms Egilssonar

Glærur Steingríms J. Sigfússonar

Glærur Gylfa Arnbjörnssonar

Atvinna fyrir alla - smelltu til að sækja 

Smellið hér til að sækja rafrænt eintak af Atvinna fyrir alla (PDF)

Samtök atvinnulífsins