Vinnumarkaður - 

19. júní 2003

Góð reynsla af einkarekstri fangelsa

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Góð reynsla af einkarekstri fangelsa

Nú eru liðin tíu ár síðan tekin voru upp fjölbreytt rekstrarform á fangelsum í Bretlandi og samkeppni komið á þeirra á milli, þar sem sum eru áfram í opinberum rekstri á vegum ríkisvaldsins en önnur í einkarekstri. CBI, bresku samtök atvinnulífsins, hafa nú gefið út skýrslu þar sem lagt er mat á árangurinn.

Nú eru liðin tíu ár síðan tekin voru upp fjölbreytt rekstrarform á fangelsum í Bretlandi og samkeppni komið á þeirra á milli, þar sem sum eru áfram í opinberum rekstri á vegum ríkisvaldsins en önnur í einkarekstri. CBI, bresku samtök atvinnulífsins, hafa nú gefið út skýrslu þar sem lagt er mat á árangurinn.

Nýjungar, sveigjanlegra starfsfólk, aukin skuldbinding...
Samkvæmt skýrslu CBI hefur verið sýnt fram á ýmsa kosti einkarekinna fangelsa  umfram þau ríkisreknu. Má þar nefna:

  • betri hönnun,

  • meiri sveigjanleika starfsfólks,

  • meiri ábyrgðartilfinningu og aukna skuldbindingu stjórnenda,

  • gegnsærri og staðbundnari fjármálastjórnun,

  • hvatt er til nýbreytni á öllum stigum starfseminnar,

  • grannt er fylgst með framförum innanlands sem erlendis og vel heppnaðar nýjungar teknar upp,

  • heildstæðar endurhæfingaráætlanir fyrir fanga.

Jákvæð áhrif samkeppninnar á allt kerfið
Í skýrslunni segir Martin Narey, yfirmaður fangelsismála í breska innanríkisráðuneytinu, reynsluna af þátttöku einkaaðila í rekstri fangelsa vera mjög góða. Ekki einungis hafi verið sýnt fram á að einkaaðilar geti rekið fangelsi sem séu meðal þeirra bestu í landinu, heldur hafi tilkoma samkeppninnar haft mjög hvetjandi áhrif til framþróunar í öllu kerfinu.

Betri þjónusta, lægri kostnaður...
Narey segir einkareknu fangelsin hafa sett háleit viðmið um gagnkvæma virðingu fanga og starfsfólks sem sé bráðnauðsynlegt heilbrigðum og öruggum fangelsum. Hann segir engan vafa leika á því að samkeppni milli fangelsa, í opinberum rekstri og í einkarekstri, hafi leitt til betri þjónustu og lægri kostnaðar, auk þess að vinna gegn almennri andstöðu kerfisins við breytingar.

Sjá nánar í fréttatilkynningu CBI.

Samtök atvinnulífsins