Gleðileg „Geðveik jól"

Átaki Geðhjálpar, Geðveik jól, er nú lokið en starfsmenn 15 fyrirtækja lögðu sitt af mörkum til að efla umræðu um geðheilbrigði og safna í leiðinni fjármunum til að efla starfsemi Geðhjálpar. Fyrirtækin 15 kepptu um hvert þeirra ætti "Geðveikasta jólalagið" árið 2012 og stóðu allir keppendur sig með sóma.  Samskip stóðu uppi sem sigurvegarar, Arion banki var í öðru sæti og Bláa lónið var í því þriðja.

Hægt er að horfa á myndbönd með geðveiku jólalögunum á vefnum en þar eiga félagsmenn SA marga góða takta og gaman að sjá hversu lagvissir og fjölhæfir starfsmenn aðildarfyrirækja SA eru auk þess að vera viljugir til að leggja góðu málefni lið.

Á næsta ári mun Geðhjálp svo skora á 15 ný fyrirtæki til að taka þátt í keppninni um Geðveikasta jólalagið 2013.

Alls söfnuðust tæplega 5 milljónir í keppninni sem munu renna til verkefnis sem hefur það að markmiði að koma á fót aðgerðaráætlunum á vinnustöðum sem grípa má til ef upp koma geðrænir erfiðileikar hjá starfsfólki.

Geðhjálp eru félagasamtök sem vinna á landsvísu sem hagsmunasamtök þeirra sem eiga eða hafa átt við geðræna erfiðleika aðstríða, aðstandendur þeirra, fagaðila og annarra áhugamanna ummálaflokkinn

Sjá nánar:

ww.gedveikjol.is

www.gedhjalp.is