Efnahagsmál - 

01. ágúst 2001

Gjöldin langhæst í Reykjavík

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gjöldin langhæst í Reykjavík

Samkvæmt breytingum á tóbaksvarnarlögum þarf nú sérstakt leyfi til að selja tóbak og er sveitarfélögum heimilt að innheimta sérstakt gjald vegna kostnaðar við leyfisveitingar og eftirlit. SA andmæltu á sínum tíma þessum ákvæðum frumvarpsins og sáu engin rök fyrir slíkum gjöldum til viðbótar við núverandi gjöld sem þessi fyrirtæki bera. Reykjavíkurborg hyggst innheimta kr. 12.250 fyrir tóbakssöluleyfi, en Mosfellsbær kr. 4.200 og Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur kr. 5.300. Borgin hyggst með öðrum orðum innheimta tvisvar til þrisvar sinnum hærra gjald en nágrannasveitarfélögin. Vandséð er að kostnaður stærsta sveitarfélagsins sé svo miklum mun hærri en annarra við þessa framkvæmd.

Samkvæmt breytingum á tóbaksvarnarlögum þarf nú sérstakt leyfi til að selja tóbak og er sveitarfélögum heimilt að innheimta sérstakt gjald vegna kostnaðar við leyfisveitingar og eftirlit. SA andmæltu á sínum tíma þessum ákvæðum frumvarpsins og sáu engin rök fyrir slíkum gjöldum til viðbótar við núverandi gjöld sem þessi fyrirtæki bera. Reykjavíkurborg hyggst innheimta kr. 12.250 fyrir tóbakssöluleyfi, en Mosfellsbær kr. 4.200 og Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur kr. 5.300. Borgin hyggst með öðrum orðum innheimta tvisvar til þrisvar sinnum hærra gjald en nágrannasveitarfélögin. Vandséð er að kostnaður stærsta sveitarfélagsins sé svo miklum mun hærri en annarra við þessa framkvæmd.

Þá hyggst Reykjavíkurborg innheimta kr. 7.350 fyrir undanþágu til þeirra sem yngri eru en 18 ára til sölu tóbaks. Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur telja hins vegar ekki nauðsyn á að krefjast sérstaks gjalds fyrir þessa þjónustu, enda gert ráð fyrir óverulegum kostnaði, sem af þessu hlýst. Sem fyrr virðist þar gilda öðru máli um stærsta sveitarfélagið.

Samtök atvinnulífsins