Menntamál - 

01. febrúar 2012

Gildi starfsmenntunar í íslensku samfélagi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gildi starfsmenntunar í íslensku samfélagi

Fjallað verður um starfsmenntun á Íslandi, þróun hennar og framtíðarhorfur á ráðstefnu Iðnmenntar sem fram fer á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 3. febrúar nk. Ráðstefnan hefst kl. 13. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun ræða stefnu stjórnvalda í starfsmenntun. Baldur Gíslason, skólameistari fjallar um þróun kennslu í iðn- og starfsmenntun undanfarin ár. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ munu fjalla um þarfir atvinnulífsins og hvernig skólinn sinni þörfum atvinnulífsins fyrir vel menntað starfsfólk.

Fjallað verður um starfsmenntun á Íslandi, þróun hennar og framtíðarhorfur á ráðstefnu Iðnmenntar sem fram fer á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 3. febrúar nk. Ráðstefnan hefst kl. 13. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun ræða stefnu stjórnvalda í starfsmenntun. Baldur Gíslason, skólameistari fjallar um þróun kennslu í iðn- og starfsmenntun undanfarin ár. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ munu fjalla um þarfir atvinnulífsins og hvernig skólinn sinni þörfum atvinnulífsins fyrir vel menntað starfsfólk.

Þá mun Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs HÍ fjalla um hvort breytingar á iðn- og starfsmenntun á liðnum áratugum hafi leitt til betri stöðu fyrir atvinnulífið og einstaklinga.

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari, fjallar um bestu leiðir í starfsmenntun að mati OECD.

Að loknum erindum fara fram umræður í hópum.

Skráning fer fram á skrifstofu Iðnmenntar, í síma 517-7200 eða á netfanginu heidar@idnu.is.

Vefur Iðnmenntar

Samtök atvinnulífsins