Efnahagsmál - 

25. janúar 2006

Gífurlegt ósamræmi í lífeyriskjörum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gífurlegt ósamræmi í lífeyriskjörum

"Það er gífurlegt ósamræmi á milli þeirra lífeyriskjara sem lögfest hafa verið hér fyrir almenning í landinu og fyrir opinbera starfsmenn í A-deild lífeyrissjóða og hins vegar þess sem Alþingi hefur lögfest fyrir sína þingmenn og ráðherra," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Viðskiptablaðið. Þar sé í mörgum tilfellum í raun um að ræða stærstu og dýrustu starfslokasamninga sem um getur hér á landi.

"Það er gífurlegt ósamræmi á milli þeirra lífeyriskjara sem lögfest hafa verið hér fyrir almenning í landinu og fyrir opinbera starfsmenn í A-deild lífeyrissjóða og hins vegar þess sem Alþingi hefur lögfest fyrir sína þingmenn og ráðherra," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Viðskiptablaðið. Þar sé í mörgum tilfellum í raun um að ræða stærstu og dýrustu starfslokasamninga sem um getur hér á landi.

"Þá er B-deildin sem starfrækt er gríðarlega dýr fyrir skattborgara landsins. Þó í fjárlögum hvers árs hafi verið veitt töluvert háum fjárhæðum til að greiða niður skuldbindingar sem þar hafa hrannast upp þá hefur það hvergi nærri dugað til að halda í horfinu. Eru þær nú, að ég held, á annað hundrað milljarðar króna þrátt fyrir að þessari B-deild hafi verið lokað 1997. Þetta er svo enn í gangi í svokölluðum lífeyrissjóði alþingismanna og ráðherra. Það eru margir þeirrar skoðunar að það myndist engin ró og sátt um laun sem falla undir kjaradóm og kjaranefnd á meðan við lýði eru sérkjör af þessu tagi."

Samtök atvinnulífsins