Gengissveiflur skekkja samkeppnisstöðu

Samtök ferðaþjónustunnar héldu aðalfund sinn á dögunum. Á fundinum voru m.a. samþykktar ályktanir um skattamál, gengismál og vaxtamál, og um markaðsmál greinarinnar. Kvartað er undan háum vöxtum og gríðarlegum gengissveiflum krónunnar, sem valda fyrirtækjum í ferðaþjónustu og víðar miklum vandræðum og skekkja samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðamarkaði. Fundurinn fagnar hins vegar aukinni þátttöku hins opinbera í markaðsstarfi og landkynningu fyrir Ísland, einkum síðustu tvö árin, og hvetur til áframhalds og enn frekari aukningar á þeirri braut.

Sjá ályktanir aðalfundarins á heimasíðu SAF