Fréttir - 

29. Janúar 2016

Gengisstyrkingin skilar sér að fullu til heimila

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gengisstyrkingin skilar sér að fullu til heimila

Verð innfluttra neysluvara lækkaði um 7% síðastliðin tvö ár, frá janúar 2014 til jafnlengdar 2016. Á sama tímabili styrktist meðalgengi krónunnar um 9%. Á þessu tímabili hækkuðu innlendar vörur og þjónusta um tæp 4% og laun að jafnaði um 16%. Verð á innfluttum neysluvörum hefur breyst í samræmi við kostnaðarverð innfluttra vara þar sem tekið er tillit til erlendrar og innlendrar verðbólgu og launaþróunar hér á landi. Ítrekaðar fullyrðingar um að gengisstyrking hafi ekki skilað sér í samsvarandi lækkun vöruverðs til neytenda fá því ekki staðist.

Verð innfluttra neysluvara lækkaði um 7% síðastliðin tvö ár, frá janúar 2014 til jafnlengdar 2016. Á sama tímabili styrktist meðalgengi krónunnar um 9%. Á þessu tímabili hækkuðu innlendar vörur og þjónusta um tæp 4% og laun að jafnaði um 16%. Verð á innfluttum neysluvörum hefur breyst í samræmi við kostnaðarverð innfluttra vara þar sem tekið er tillit til erlendrar og innlendrar verðbólgu og launaþróunar hér á landi. Ítrekaðar fullyrðingar um að gengisstyrking hafi ekki skilað sér í samsvarandi lækkun vöruverðs til neytenda fá því ekki staðist.

Samtök atvinnulífsins hafa margoft bent á að samanburður á gengi krónunnar og verði innfluttrar vöru sé villandi, því fjölmargir aðrir þættir koma við sögu. Verslunin ber kostnað af launum, húsnæði og öðrum aðföngum og  verð á innfluttu vörunum hefur eðlilega áhrif. Sanngjarn samanburður á verði innfluttra neysluvara og gengi krónunnar verður því að taka mið af þróun innlendra kostnaðarliða og verðlagi erlendis.

Einfalt er að búa til verðvísitölu innfluttra vara sem tekur mið af breytingum gengis, innlends kostnaðar og erlendri verðbólgu. Í meðfylgjandi línuriti er  slík vísitala sem byggð er á upplýsingum Hagstofu Íslands um ársreikninga verslunar. Vísitalan er samsett þannig að kostnaðarverð seldra vara er 72% af rekstrartekjum, launakostnaður 10% og annar rekstrarkostnaður, sem einkum er innlendur, 18%. Vísitala innflutningsverðs með þessum hætti má túlka sem verð á innfluttum vörum á hafnarbakka á Íslandi að viðbættum innlendum kostnaðarliðum verslunarinnar.

Í línuritinu er gerður samanburður á  verðþróun innfluttra neysluvara skv. vísitölu neysluverðs (VNV) og reiknaðri vísitölu innflutningsverðs. Ef reiknaða verðvísitalan hækkar meira en verð innfluttra neysluvara í VNV þá minnkar álagning verslunarinnar. Að sama skapi eykst hún ef  reiknaða vísitalan hækkar minna.

Samanburður er gerður frá ársbyrjun 2011 en þá tók efnahagslífið að rísa á ný. Línuritið sýnir mikla fylgni milli reiknuðu verðvísitölunnar og vísitölu innfluttra neysluvara í VNV. Helstu frávikin eru þegar gengi krónunnar veikist mikið en þá skilar veikara gengi sér aðeins að hluta í hærra verðlagi.

Innfluttar neysluvörur í VNV, án áfengis og tóbaks, lækkuðu um 0,2% frá frá ársbyrjun 2011 til janúar 2016 en reiknuð vísitala innflutningsverðs hækkaði um 2,2%. Sú niðurstaða sýnir að álagning verslunarinnar minnkaði á tímabilinu. Þessu til viðbótar lækkaði álagning á innfluttar neysluvörur verulega á árunum 2008 til 2010 samhliða mikilli veikingu íslensku krónunnar. Þeirri gengisveikingu var ekki velt nema að hluta til út í verðlagið.

undefined

 

Sé litið til síðustu tveggja ára kemur fram að álagning verslunarinnar hefur verið nánast óbreytt þar sem hin reiknaða vísitala innflutningsverðs og verð innfluttra neysluvara skv. VNV hafa breyst í takt hvor við aðra.

undefined

undefined

 

Smelltu á myndina til að stækka.

Í ofangreindum útreikningum fyrir reiknaða verðvísitölu er tekið tillit til niðurfellingar vörugjalda sem áttu sér stað í janúar 2015. Efnahagssvið SA hefur áður bent á að niðurfelling vörugjalda hafi skilað sér til neytenda.

Samtök atvinnulífsins