Efnahagsmál - 

29. apríl 2008

Gengislækkun helsta ástæða aukinnar verðbólgu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gengislækkun helsta ástæða aukinnar verðbólgu

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu Útvarps gengislækkun krónunnar helstu ástæðu aukinnar verðbólgu. Hann segir áhrifin ekki komin fram að öllu leyti. Fyrirtæki hafi farið varlega í verðhækkanir og bendir Hannes á í því sambandi að innflutningsverð hafi hækkað um 10% frá áramótum en gengi krónunnar lækkað um 25%. Það sýni að menn hafi að jafnaði verið að gæta hófs og aðhalds í verðlagningu. Mjög miklar hækkanir hafi orðið á alþjóðamörkuðum á ýmsum vörutegundum, fæðu, olíu og bensínvörum - mikið umrót sé í verðlagsmálum í heiminum í dag.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu Útvarps gengislækkun krónunnar helstu ástæðu aukinnar verðbólgu. Hann segir áhrifin ekki komin fram að öllu leyti. Fyrirtæki hafi farið varlega í verðhækkanir og bendir Hannes á í því sambandi að innflutningsverð hafi hækkað um 10% frá áramótum en gengi krónunnar lækkað um 25%. Það sýni að menn hafi að jafnaði verið að gæta hófs og aðhalds í verðlagningu. Mjög miklar hækkanir hafi orðið á alþjóðamörkuðum á ýmsum vörutegundum, fæðu, olíu og bensínvörum - mikið umrót sé í verðlagsmálum í heiminum í dag.

Í frétt RÚV segir: "Gengi krónunnar hrundi í mars og nú tökumst við á við afleiðingarnar. Verðbólga er tæp 12% og hefur ekki verið meiri í 18 ár. Aukningin er mun meiri en flestir bjuggust við eða 3,4%. Verðhækkanir á innfluttum vörum vega þungt, rúm 6%. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur verðið á ávöxtum hækkað um 20% frá áramótum.

Appelsínur, bananar og epli hafa hækkað mest, um það bil 30%. Fatnaður hefur hækkað um 20% frá áramótum, barnaföt langmest eða um 40%. Útsölur í janúar hafa þó áhrif á þessa miklu prósentuhækkun. Raftæki hafa hækkað um 16%, verkfæri fyrir hús og garð hafa hækkað um 20%. Bílar hafa frá áramótum hækkað um 17% og rekstur þeirra um 11%. Þar inn í er bensínverð sem hefur hækkað um 13%og díselolía sem er 19% dýrari en í upphafi árs."

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir í fréttinni að ef gengið verði áfram um 25% lægra en það var um áramót megi búast við að það komi fram í hærra innflutningsverði.

Hlusta á frétt RÚV

Samtök atvinnulífsins