Vinnumarkaður - 

30. Ágúst 2010

Gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum á vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum á vinnumarkaði

Þann 15. ágúst 2010 tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Markmið samkomulagsins er að tryggja að allir atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Það er mikilvægt að öll fyrirtæki sitji við sama borð og fylgi settum reglum en vinnustaðaskírteinum er ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum á vinnumarkaði.

Þann 15. ágúst 2010 tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Markmið samkomulagsins er að tryggja að allir atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Það er mikilvægt að öll fyrirtæki sitji við sama borð og fylgi settum reglum en vinnustaðaskírteinum er  ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum á vinnumarkaði.

Samkomulagið nær í fyrstu til starfsmanna og fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð sem og rekstri gististaða og veitingahúsa. Atvinnurekendum í hlutaðeigandi greinum ber að sjá til þess að starfsmenn þeirra beri vinnustaðaskírteini.

Næstu þrjá mánuði munu eftirlitsfulltrúar veita atvinnurekendum sem samkomulagið nær til leiðbeiningar um innleiðingu vinnustaðaskírteina. SA og ASÍ hvetja atvinnurekendur til að bregðast skjótt við og stuðla að heilbrigðu starfsumhverfi á íslenskum vinnumarkaði.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á upplýsingavefnum www.skirteini.is

Kynntu þér málið á skirteini.is

Samtök atvinnulífsins