Efnahagsmál - 

14. nóvember 2017

Gátlisti fyrir næstu ríkisstjórn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gátlisti fyrir næstu ríkisstjórn

Nú þegar kosningar til Alþingis eru nýlega afstaðnar og rykið sest liggur fyrir að verkefni næstu ríkisstjórnar er að móta stefnu til komandi ára. Mörgu var fleygt fram í aðdraganda kosninga og loforð gefin. Mjög virtist þó skorta á að fyrirheitin væru í samræmi við undirliggjandi stöðu þjóðarbúsins og stöðu opinberra fjármála.

Nú þegar kosningar til Alþingis eru nýlega afstaðnar og rykið sest liggur fyrir að verkefni næstu ríkisstjórnar er að móta stefnu til komandi ára. Mörgu var fleygt fram í aðdraganda kosninga og loforð gefin. Mjög virtist þó skorta á að fyrirheitin væru í samræmi við undirliggjandi stöðu þjóðarbúsins og stöðu opinberra fjármála.

Ný greining efnahagssviðs SA 14. nóvember 2017 (PDF)

Staða íslenska hagkerfisins er ekki áhyggjuefni í dag, heldur frekar staða ríkisfjármála. Eftir eina lengstu uppsveiflu Íslandssögunnar er margt sem setið hefur á hakanum. Þó niðurgreiðsla skulda sé hafin eru skuldir enn hærri en þær voru fyrir 2008 og vaxtakostnaður er einn af hæstu útgjaldaliðum ríkissjóðs.

Á sama tíma hefur lítils aðhalds verið gætt í rekstri ríkisins, önnur útgjöld ríkissjóðs hafa aukist hratt á þessum uppgangstíma sem hefur skilað hverfandi afgangi.

Skattahækkanir áranna eftir hrun standa nær óhaggaðar og hefur breikkun skattstofna í því umhverfi skilað því að Íslendingar greiða meira en nokkru sinni fyrr í ríkissjóð.

Gátlisti fyrir næstu ríkisstjórn tekur mið af stöðu ríkisfjármála og er veganesti inn í þá vegferð sem framundan er.

Það er vonandi að listinn gagnist þeim sem við stjórn fara í landinu á komandi árum.

1. Búa verður í haginn
Mikilvægt er að auka afgang af rekstri ríkissjóðs meðan tekjustofnar eru enn sterkir. Við munum búa að þeirri ráðdeild næst þegar harðnar á dalnum.

2. Tryggja aðhald
Snúa þarf af þeirri braut að auka útgjöld á þenslutímum. Markmið ríkisfjármálastefnu á að vera að milda hagsveiflur í stað þess að ýta undir þær.

3. Forgangsraða ríkisútgjöldum
Tekjur ríkissjóðs eru mjög miklar bæði í sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Skorti fé til þarfra verka ætti að vera hægur leikur að sækja það til annarra málaflokka.

4. Draga úr álögum á fólk og fyrirtæki
Á Íslandi eru innheimtir einhverjir hæstu skattar meðal þróaðra ríkja. Ekki hefur að neinu marki verið hróflað við miklum skattahækkunum áranna eftir hrun. Mikilvægt er að skapa svigrúm til þess að hægt sé að draga úr skattheimtu.

5. Greiða niður skuldir
Þrátt fyrir að skuldastaða ríkissjóðs hafi farið batnandi eru skuldir enn mun hærri en þær voru 2008 og vaxtakostnaður er enn einn af hæstu útgjaldaliðum ríkissjóðs. Mikilvægt er að hvika hvergi frá áframhaldandi niðurgreiðslu skulda.

Sjá nánar greiningu efnahagssviðs SA 14.11. 2017:

Gátlisti fyrir næstu ríkisstjórn. Staða mála og fjármálastefna til næstu ára (PDF) 

Til umhugsunar eru reglulegir pistlar á vef SA um brýn samfélagsmál.

Samtök atvinnulífsins