Efnahagsmál - 

05. Júlí 2010

Gætt verði meðalhófs við beitingu kyrrsetningarúrræða

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gætt verði meðalhófs við beitingu kyrrsetningarúrræða

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekki venju að stjórnarmenn hlutafélaga fari nákvæmlega yfir virðisaukaskattskil félaganna. Hann telur að það geti haft letjandi áhrif á vilja fólks til að gegna stjórnarsetu ef yfirvöld gæti ekki meðalhófs við beitingu kyrrsetningarúrræða gagnvart stjórnarmönnum hlutafélaga vegna skattskila.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekki venju að stjórnarmenn hlutafélaga fari nákvæmlega yfir virðisaukaskattskil félaganna. Hann telur að það geti haft letjandi áhrif á vilja fólks til að gegna stjórnarsetu ef yfirvöld gæti ekki meðalhófs við beitingu kyrrsetningarúrræða gagnvart stjórnarmönnum hlutafélaga vegna skattskila.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 2. júlí. Þar kom m.a. fram að ríkisstjórnin hyggst rýmka kyrrsetningarheimildir svo þær nái til allra skattstofna.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gerir ekki athugasemd við að heimildirnar verði rýmkaðar, en segir hins vegar að gæta verði meðalhófs við beitingu þeirra og að ótvíræð tengsl verði að vera á milli brots og einstaklings sem þarf að þola kyrrsetningu eigna sinna. Það geti verið langsótt þegar kemur að stjórnarmönnum hlutafélaga.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HORFA Á FRÉTT STÖÐVAR 2

Samtök atvinnulífsins