Vinnumarkaður - 

04. Desember 2018

Fyrsti fundur samráðshóps um lífeyrismál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fyrsti fundur samráðshóps um lífeyrismál

Í morgun fór fram fyrsti fundur samráðshóps ASÍ og SA um lífeyrismál en skipun hópsins er hluti af samkomulagi aðila um breytingar á kjarasamningi, stjórnkerfi lífeyrissjóða frá 24. apríl 2018. Fundurinn var haldinn í Húsi atvinnulífsins.

Í morgun fór fram fyrsti fundur samráðshóps ASÍ og SA um lífeyrismál en skipun hópsins er hluti af samkomulagi  aðila um breytingar á kjarasamningi, stjórnkerfi lífeyrissjóða frá 24. apríl 2018. Fundurinn var haldinn í Húsi atvinnulífsins.

Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn hittist að jafnaði tvisvar á ári og féll það í hlut lífeyrisnefndar SA að undirbúa og boða til  þessa fyrsta fundar. Samráðshópinn mynda stjórnarmenn og framkvæmdastjórar þeirra sjö lífeyrissjóða sem falla undir samningssvið ASÍ-SA  auk fulltrúa frá ASÍ og SA.

Henný Hinz , deildarstjóri hagdeildar ASÍ, fjallaði um meginefni breytinga á stjórnkerfiskafla lífeyrissjóða á samningssviði ASÍ-SA. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, fjallaði um breytingar á lögum um almannatryggingar og upptöku starfsgetumats, stöðu viðræðna og nefndarstarf.


Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða fjallaði um framtíð íslenska lífeyriskerfisins og Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs fjallaði um hugmyndafræði Alþjóðabankans við endurskoðun lífeyriskerfa.   

Samtök atvinnulífsins