Fyrirtækin vilja fækka starfsfólki

Fyrirtæki telja æskilegt að fækka starfsfólki um sem nemur 0,4%, skv. vinnumarkaðskönnun Þjóðhagsstofnunar. Í fyrsta sinn frá árinu 1997 sýnir janúarkönnun ÞHS að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu vilji fækka fólki. Þetta eru nánast sömu niðurstöður og í könnun SA í desember sl. Sjá nánar á heimasíðu Þjóðhagsstofnunar.