Vinnumarkaður - 

25. apríl 2003

Fyrirtæki sýknað af kröfum vegna brota á forgangs-réttarákvæði með vísan til félagafrelsissjónarmiða

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fyrirtæki sýknað af kröfum vegna brota á forgangs-réttarákvæði með vísan til félagafrelsissjónarmiða

Héraðsdómur telur að af afdráttarlausu ákvæði stjórnarskrárinnar um að engan megi skylda til aðildar að félagi og öðrum lagaákvæðum verði að draga þá ályktun að enda þótt ákvæði í kjarasamningum um forgangsrétt til starfa verði almennt talin standast verði að beita slíku ákvæði af varfærni, þegar saman lýstur hagmunum starfsmanna í viðkomandi félagi og annarra starfsmanna. Láti vinnuveitandi félagsaðild starfsmanna skipta sköpum við uppsagnir, þannig að félagsmönnum í tilteknu stéttarfélagi sé skipulega hlíft við uppsögnum á kostnað annarra starfsmanna feli það í sér svo alvarlega íhlutun í frelsi starfsmanna til að velja sér stéttarfélag eða vera utan þeirra að jafngildi þvingun til aðildar að viðkomandi stéttarfélagi. Slíka framkvæmd á forgangsréttarákvæði kjarasamnings verði að telja ósamrýmanlega 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, og 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar.

Héraðsdómur telur að af  afdráttarlausu ákvæði stjórnarskrárinnar um að engan megi skylda til aðildar að félagi og öðrum lagaákvæðum verði að draga þá ályktun að enda þótt ákvæði í kjarasamningum um forgangsrétt til starfa verði almennt talin standast verði að beita slíku ákvæði af varfærni, þegar saman lýstur hagmunum starfsmanna í viðkomandi félagi og annarra starfsmanna. Láti vinnuveitandi félagsaðild starfsmanna skipta sköpum við uppsagnir, þannig að félagsmönnum í tilteknu stéttarfélagi sé skipulega hlíft við uppsögnum  á kostnað annarra starfsmanna feli það í sér svo alvarlega íhlutun í frelsi starfsmanna til að velja sér stéttarfélag eða vera utan þeirra að jafngildi þvingun til aðildar að viðkomandi stéttarfélagi. Slíka framkvæmd á forgangsréttarákvæði kjarasamnings verði að telja ósamrýmanlega 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, og  2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. 

Sjá nánar dóma Héraðsdóms Reykjavíkur (pdf-skjal)  sem kveðnir voru upp í dag í bótamálum málum tveggja félagsmanna Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis en uppsagnir þeirra höfðu áður verið dæmdar brot gegn forgangsréttarákvæði í kjarasamningi félagsins af Félagsdómi


Samtök atvinnulífsins