Vinnumarkaður - 

03. Júní 2003

Fyrirtæki minnt á fræðslusjóði atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fyrirtæki minnt á fræðslusjóði atvinnulífsins

Á árinu 2000 gerðu Samtök atvinnulífsins samninga við helstu viðsemjendur um stofnun sérstakra fræðslusjóða á almennum vinnumarkaði. Rétt er að minna fyrirtæki á að líkt og launþegar geta þau sótt um styrki til þessara sjóða vegna starfsmenntamála. Þessir sameiginlegu fræðslusjóðir eru:

Á árinu 2000 gerðu Samtök atvinnulífsins samninga við helstu viðsemjendur um stofnun sérstakra fræðslusjóða á almennum vinnumarkaði. Rétt er að minna fyrirtæki á að líkt og launþegar geta þau sótt um styrki til þessara sjóða vegna starfsmenntamála. Þessir sameiginlegu fræðslusjóðir eru:

  • Starfsafl, með félögum í Flóabandalaginu;

  • Landsmennt, með Starfsgreinasambandinu; og

  • Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, með Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna.

  • Árið 2002 bættist við Sjómennt, með Sjómannasambandi Íslands.

Í reglugerðum fræðslusjóðanna eru meðal annars ákvæði um tilgang, starfsvettvang og verkefni. Þar er kveðið á um störf að þróunarverkefnum, kynningarstarfi og hvatningu. Sjóðirnir skulu meðal annars stuðla að aukinni hæfni starfsfólks og efla samkeppnisstöðu fyrirtækjanna, styrkja gerð námsefnis og fræðsluframboð og vinna að átaki á sviði starfsfræðslu á íslenskum vinnumarkaði.

Hægt að sækja um lækkun iðgjalds í Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks
Þá er rétt að minna á að fyrirtæki sem greiða iðgjöld til Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks (vegna starfsmanna í VR og LÍV) geta sótt um að fá lækkað framlag sitt til sjóðsins úr 0,15% í 0,05% af heildarlaunagreiðslum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meðal annars skal fyrirtækið skal sýna fram á að kostnaður vegna menntastefnu sé meiri en sem nemur 0,15% af heildarlaunum starfsmanna. Sjá nánar í 12. gr. samþykkta sjóðsins.

Nánari upplýsingar um sjóðina má nálgast á heimasíðum þeirra:

Landsmennt

Sjómennt

Starfsafl

Starsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks

Samtök atvinnulífsins