Menntamál - 

25. janúar 2013

Fyrirtæki eru öflugir námsstaðir

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fyrirtæki eru öflugir námsstaðir

Í nýrri menntakönnun SA og aðildarsamtaka þeirra kemur fram að rúmlega 6 af hverjum 10 fyrirtækjum eru með markvissa þjálfun eða kennslu fyrir starfsfólk sitt. Hlutfall fyrirtækja sem bjóða starfsfólki upp á markvissa þjálfun eða kennslu hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Í fyrri könnunum, sem aðeins tóku til fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins, var hlutfallið tæplega 46% árið 2004, rúmlega 50% árið 2011 og er nú 61% í könnun sem tekur til allra aðildarfyrirtækja SA. Fyrirtæki standa þannig fyrir mikilvægri starfsmenntun í samfélaginu.

Í nýrri menntakönnun SA og aðildarsamtaka þeirra kemur fram að rúmlega 6 af hverjum 10 fyrirtækjum eru með markvissa þjálfun eða kennslu fyrir starfsfólk sitt. Hlutfall fyrirtækja sem bjóða starfsfólki upp á markvissa þjálfun eða kennslu hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Í fyrri könnunum, sem aðeins tóku til fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins, var hlutfallið tæplega 46% árið 2004, rúmlega 50% árið 2011 og er nú 61% í könnun sem tekur til allra aðildarfyrirtækja SA. Fyrirtæki standa þannig fyrir mikilvægri starfsmenntun í samfélaginu. 

Niðurstöður eru byggðar á svörum tæplega 350 fyrirtækja þar sem starfa 12-15% almenna vinnumarkaðarins. Menntun í fyrirtækjum eykst með stærð þeirra. Sjö af hverjum tíu fyrirtækjum sem eru með 26 til 250 starfsmenn eru með markvissa þjálfun og kennslu og öll með fleiri 250 starfsmenn. Mikilvægi fyrirtækja sem námsstaðar kemur skýrt fram í viðhorfum fyrirtækja til þess hvaða þættir skipta mestu máli við við ráðningu starfsfólks. Reynsla skiptir mestu máli, en þar á eftir koma fagmenntun sem tengist viðkomandi fagsviði, síðan samskiptahæfni og  meðmæli.

Meginniðurstaða könnunarinnar er að atvinnulífið kallar eftir aukinni tækni- iðn- og starfsmenntun. Eftirfarandi er dæmi um svar við opinni spurningu um hvað væri mikilvægast að gera í menntamálum til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins:

  • Að fyrirtæki skilgreini hvaða kunnáttu og hæfni þarf fyrir hvert starf. Mat á starfsmanni, þjálfun, fræðsla og endurmenntun getur þá tekið mið af því. Að efla starfsnám og starfsréttindi til að yngra fólk geti með auðveldum hætti sótt sér starfsmenntun og þjálfun,elst sem hluta af stúdentsprófi. Þannig eigi einstaklingar auðvelt með að byggja ofan á sína menntun og vinnumarkaðurinn fái betra starfsfólk til starfa fyrr.

Úrvinnslu úr könnuninni er ekki lokið, frekari fréttir úr henni verða birtar á næstu dögum.

Skylt efni:

Nýleg grein af vef SA: Lært í vinnunni.

Samtök atvinnulífsins