Menntamál - 

08. desember 2016

Fyrirmyndir í námi fullorðinna

Menntun í fyrirtækjum

Menntun í fyrirtækjum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fyrirmyndir í námi fullorðinna

Souleymane Sonde og Vésteinn Aðalgeirsson eru fyrirmyndir í námi fullorðinna. Viðurkenninguna fengu þeir á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem fór nýverið fram.

Souleymane Sonde og Vésteinn Aðalgeirsson eru fyrirmyndir í námi fullorðinna. Viðurkenninguna fengu þeir á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem fór nýverið fram.

Souleymane, er frá Burkina Faso. Hann hafði takmarkaðan námsgrunn að byggja á. Hann hóf nám í Mími - símenntun í íslensku og hefur auk þess lokið tveimur námsleiðum framhaldsfræðslu þar. Með aukinni þekkingu og færni hefur hann hefur hlotið framgang í starfi og stundar nú nám með vinnu í frumgreindeild Háskólans í Reykjavík. Souleymane ávarpaði fundinn og sagði m.a. frá því, og uppskar hlátur, að hann hefði framan af harðneitað því að vera eiginmaður Bjargar, enda heiti konan hans Björg.

Vésteinn Aðalgeirson var búin að vera 28 ára á sjó þegar hann fór að huga að nýjum tækifærum á vinnumarkaði. Í Símey, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, fór hann fyrst í gegnum verkefni á sínu sviði, sjósóknarverkefnið, og síðan í raunfærnimat í fiskveiðum og fiskvinnslu. Hugur hans stóð til að læra meira á tölvur og tækni, gjarnan á grunni þekkingar á veiðum og vinnslu. Hann fór skipulega í málið, taldi nauðsynlegt að styrkja sig í ensku og fór til þess í menntastoðir fyrir sjómenn hjá Símey. Og samhliða starfi hélt hann áfram og klárar væntanlega Marel-tækninn nú fyrir jól.

Souleymane og Vésteinn eru báðir að mati Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sannkallaðar fyrirmyndir. Báðir telja þeir sig í allt annarri og betri stöðu nú en áður á vinnumarkaðnum.

Samtök atvinnulífsins