Vinnumarkaður - 

09. febrúar 2011

Fundur um stöðu atvinnumála og kjaraviðræðna hefst kl. 8:30 á Grand Hótel Reykjavík

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fundur um stöðu atvinnumála og kjaraviðræðna hefst kl. 8:30 á Grand Hótel Reykjavík

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um atvinnuleiðina í dag, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 8:30-10:00. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík en atvinnuleiðin er sýn Samtaka atvinnulífsins á leiðina út úr kreppunni. Stjórnendur fyrirtækja á ýmsum sviðum fjalla um mikilvægi þess að landsmenn velji að fara atvinnuleiðina í stað verðbólguleiðarinnar með viðvarandi stöðnun í þjóðfélaginu og miklu atvinnuleysi næstu árin.

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um atvinnuleiðina í dag, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 8:30-10:00. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík en atvinnuleiðin er sýn Samtaka atvinnulífsins á leiðina út úr kreppunni. Stjórnendur fyrirtækja á ýmsum sviðum fjalla um mikilvægi þess að landsmenn velji að fara atvinnuleiðina í stað verðbólguleiðarinnar með viðvarandi stöðnun í þjóðfélaginu og miklu atvinnuleysi næstu árin.

Þau sem taka þátt eru Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, Kristín Guðmundsdóttir, forstjóri Skipta, Bolli Árnason, framkvæmdastjóri GT Tækni og Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Þá munu Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, ræða um stöðuna í atvinnulífinu og yfirstandandi kjaraviðræður auk þess að svara fyrirspurnum. Fundarstjóri er Grímur Sæmundsen, varaformaður SA.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á FUND SA

Samtök atvinnulífsins telja vænlegustu leiðina út úr kreppunni vera atvinnuleiðina. Í henni felst áhersla á atvinnusköpun, fjárfestingu í atvinnulífinu og aukinn útflutning á vöru og þjónustu.

Atvinnuleiðin

vinnumarkadurinn.is

Samtök atvinnulífsins