Samkeppnishæfni - 

25. janúar 2011

Fundur um Árósasamninginn í Húsi atvinnulífsins 27. janúar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fundur um Árósasamninginn í Húsi atvinnulífsins 27. janúar

Umhverfisráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um drög að frumvörpum til laga um Árósasamninginn svokallaða. Tvær af þremur stoðum samningsins hafa þegar verið innleiddar í íslenskan rétt en nú er komið að þriðju stoðinni. Á vef ráðuneytisins segir: "Frumvörpin fela meðal annars í sér að almenningur getur borið ákvarðanir sem varða mikilvæga umhverfishagsmuni undir sjálfstæða og óháða úrskurðarnefnd og leitað virkra úrræða til að tryggja verndarhagsmuni umhverfisins."

Umhverfisráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um drög að frumvörpum til laga um Árósasamninginn svokallaða. Tvær af þremur stoðum samningsins hafa þegar verið innleiddar í íslenskan rétt en nú er komið að þriðju stoðinni. Á vef ráðuneytisins segir:  "Frumvörpin fela meðal annars í sér að almenningur getur borið ákvarðanir sem varða mikilvæga umhverfishagsmuni undir sjálfstæða og óháða úrskurðarnefnd og leitað virkra úrræða til að tryggja verndarhagsmuni umhverfisins."

Sjá nánar hér

Kristín Rannveig Snorradóttir, formaður nefndarinnar sem samdi drögin og Kristín Haraldsdóttir, lögfræðingur munu kynna samninginn og lagafrumvörpin í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 27. janúar kl 8:30 -10 á 6. hæð í Borgartúni 35.

Þátttaka tilkynnist með tölvupósti á Pétur Reimarsson hjá SA: petur@sa.is

Samtök atvinnulífsins