Efnahagsmál - 

15. ágúst 2008

Fundur SA um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fundur SA um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja

Samtök atvinnulífsins boða til fundar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og Evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum miðvikudaginn 20. ágúst kl. 8:30 á Hótel Hilton Nordica D sal. Renate Hornung-Draus frá þýsku atvinnurekendasamtökunum, BDA, ræðir um reynslu og áherslur þeirra auk þess sem er að gerast á Evrópu- og alþjóðavettvangi en hún hefur starfað mikið fyrir Evrópusamtök atvinnurekenda (BusinessEurope) og á sæti í stjón Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO).

Samtök atvinnulífsins boða til fundar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og Evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum miðvikudaginn 20. ágúst kl. 8:30 á  Hótel Hilton Nordica D sal. Renate Hornung-Draus frá þýsku atvinnurekendasamtökunum, BDA, ræðir um reynslu og áherslur þeirra auk þess sem er að gerast á Evrópu- og alþjóðavettvangi  en hún hefur starfað mikið fyrir Evrópusamtök atvinnurekenda (BusinessEurope) og á sæti í stjón Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO).

DAGSKRÁ:
Kl.    8:30   Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja - 
                praktískar ráðleggingar fyrir fyrirtæki  og alþjóðleg þróun.

Kl.  10:20   Kaffihlé


Kl.  10:40   Evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum - 
                hlutverk fyrirtækjanna og reynsla.

Um Evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum gilda Evrópureglur sem hafa verið lögfestar hér á landi með  lögum nr.  61/1999.  Stofna skal slík ráð í fyrirtækjum og fyrirtækjasamstæðum sem hafa starfsstöðvar í a.m.k. tveimur löndum á EES svæðinu, a.m.k. 1000 starfsmenn og a.m.k. 150 starfsmenn í hvoru ríki.  Í síðustu kjarasamningum SA við ASÍ var gert samkomulag um að samtökin myndu vinna sameiginlega að því að styðja fyrirtæki og starfsmenn við stofnun og starfsrækslu slíkra ráða.  Sú vinna mun hefjast með haustinu.

Fundurinn er opinn félagsmönnum SA.  Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið mottaka@sa.is.

Samtök atvinnulífsins