Fundur SA í Vestmannaeyjum hefst kl. 12

Fundaröð Samtaka atvinnulífsins um atvinnumálin hefst í Vestamannaeyjum í dag kl. 12. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA munu ræða um tækifærin sem eru til staðar í atvinnulífinu og hvað þurfi að gera til að árangur náist. Auk þess mun Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja taka til máls.

Fundurinn fer fram í Ásgarði og er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. Á fundinum verður leitað eftir hugmyndum sem geta nýst við mótun sameiginlegrar atvinnustefnu með Alþýðusambandi Íslands eins og ákveðið var að ráðast í við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í janúar. Í kjölfarið verður stefnan lögð fyrir stjórnmálaflokkanna og óskað eftir viðbrögðum þeirra.

Boðið verður upp á létta hádegishressingu og fundarmenn fá nýtt tímarit SA, Fleiri störf - betri störf.

Smelltu hér til að skrá þig

Fundaröð SA heldur áfram á morgun, með fundi á Sauðárkrók, á miðvikudag verða opnir fundir á Akureyri, Húsavík og Egilsstöðum. Á fimmtudag verður fundað á Höfn og Selfossi og á Ísafirði á föstudaginn. Fjallað verður um mikilvægi þess að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör þjóðarinnar.

Það er von SA að á næstu vikum verði grundvöllur lagður að víðtækri samvinnu stjórnmálamanna og samtaka á vinnumarkaði þar sem markmiðið verði að sækja fram, auka hagvöxt og bæta lífskjör.

Yfirlit funda SA má nálgast hér

Fleiri fundir verða auglýstir síðar.